Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 109
Umsagnir um bækur Þorsteinn Valdimarsson: Heimhvörf Heimskringla 1957. inkona okkar Þorsteins Valdimarsson- ar, kona glögg og næm á fögur fræð'i, hefur ekki getað fyrirgefið mér það, sem ég lét hafa eftir mér á prenti um Hrafnamál nýútkomin. Þau höfðu vakið athygli mína fremur öðrum bókum, sem á markaðinn komu það árið, og ég varpaði fram lítt rök- studdum spádómi um það, að síðar meir kynni þessi bók að verða nefnd í sambandi við tímamót í íslenzkri ljóðagerð. Það sem mér og vinkonu okkar bar á milli, var þetta: Bók unga mannsins, sem allt í einu kom fram á sjónarsviðið sem listaskáld, var mér forvitnilegri og jafnvel meiri aufúsu- gestur en nýju ritverkin hinna, sem fyrir löngu voru viðurkenndir höfuðsnillingar. Hún leit öðrum augum á það silfur, og ég veit, að hún fyrirgefur mér aldrei. Um spádóminn er bezt að hafa sem fæst orð, enda ekki liðin nema fimm ár, en Hrafnamál fylla flokk þeirra bóka, sem ég sízt vildi missa úr skápnum mínum, og þá er ég illa svikinn, ef bókin, sem færði okk- ur kvæði eins og „Auðn“ og „Mánagælu“, hlýtur ekki öruggan sess í bókmenntasög- unni. I Hrafnamálum var að vísu misjafn sauð- ur í mörgu fé, og hið sama má segja um Heimhvörf, er út komu í sumar sem leið. Ljóðum Þorsteins má skipta í tvennt. Sum eru dálítið myrk og tyrfin, og mig grunar, að skáldið sé stoltast af þeim. Önnur eru ljós og ljúf í viðmóti; í þeim held ég, að honum hafi tekizt bezt. Líklega er þessi síðari bók jafnbetri en Hrafnamál, þótt meira sé en vafasamt, að hún geymi allrabeztu ljóð Þorsteins. f henni eru kvæði þrungin dillandi fegurð, t. d. „Á veg með vindum“, „Fró“ og „Mater dolorosa". Smákvæði, sem heitir „Hvíld“, niðar lengi í vitund lesandans eftir að bók- inni er lokað, og svo örlar kannski enn á mildum strengjagripum þess, þegar hann rumskar næsta morgun. Mundi þetta ekki kallast að vera skáld gott? Víða í kvæðum Þorsteins er þungur straumur áhyggju um framtíð lands og þjóðar. Ifann er ekki blindur á þær blikur, sem nú eru á lofti, og margir telja hann meðal áróðursmanna í skáldastétt. Ekki skal ég lasta það, sem hann leggur til þeirra mála, og vel er mér ljóst, að skáld- fákurinn hlýtur að stíga þyngra til jarðar á hrjóstrugum vígvelli en í lyngbreiðum og fram með flæðarhleinum. En tungutakið verður líka mun stirðara, þegar hann er í þeim ham. Sem dæmi má nefna „Júníregn" og „Sumarkvöld á heiði". Þorsteinn er mikill bragsnillingur, og margvíslegustu hættir leika honum auð- veldlega á tungu. Áhrifin frá fornri ís- lenzkri ljóðagerð eru víða auðsæ, þótt form hans standi annars föstum fótum í nútím- anum. Stundum seilist hann svo langt fram, að óhjákvæmilegt er að telja hann til þeirra 299
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.