Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 27
EFTIRMÆLI KALDA STRÍÐSINS
56. Nóv. 1956 — ísrael, Frakkland og England ráðast á Egyptaland.
57. 26. ágúst 1957 — Sovétríkin segjast hafa fyrstu eldflaug, sem nái milli meginlanda.
58. 4. okt. 1957 — Sputnik.
59. Apríl 1958 — Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, vinveittur Bandaríkjunum, bíður ósig-
ur fyrir mjög þjóðernissinnuðum Ihaldsflokki.
60. Maí 1958 — Nixon varaforseti grýttur í Perú og Venezuela.
61. Júlí 1958 — Bylting í Irak og bandarískt herlið sent til Líbanon.
62. Ágúst, okt. 1958 — Síðari Quemoydeilan endar með ósigri Kína.
63. Nóv. 1958 til júlí 1959 ■— Berlínardeilan síðari.
64. 16. apríl 1959 — John Foster Dulles lætur af embætti.
65. Sept. 1959 — Með heimsókn Krústjoffs til Bandaríkjanna hefjast tilraunir Eisenhorv-
ers til þess að stefna að friði og lokum Kalda stríðsins.
66. Sept. okt. 1959 — Lunik sannar forystu Sovétríkjanna í eldflaugnasmíði.
67. 16. nóv. 1959 — Herter mælist til þess, að hinni miklu samkeppni vorra tíma við
kommúnismann sé haldið innan þeirra takmarka, að báðir lifi af.
68. Des. 1959 — Krossferð Eisenhowers til ellefu landa þar sem hann hvetur til friðar. Nær
hámarki sínu er hann segir við indverska þingið 10. des. að tortryggni og ágreiningur,
sem í veröldinni sé, „sé skapað af ríkisstjómum og viðhaldið af þeim. Þjóðimar myndu
aldrei gera sig sekar um slíkt, ef þeim væri gefið frelsi frá áróðri og áleitni."
69. Okt. 1959 til maí 1960 — Síðari fundur æðstu manna fer út um þúfur.
70. 16. júní 1960 -— Eisenhower forseti hættir við för sína til Japan, þar eð japanska stjóm-
in reynist ófær um að vemda hann gegn mótmælaaðgerðum.
Það skal tekið fram, að tilvitnanir í grein þessari em víða mjög frjálslega þýddar. Bókin
er oft og tíðum all tyrfin, svo að nákvæm þýðing reyndist ókleif.
J. Th. H.
217