Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 34
SKÚLI guðjónsson
Þér prédikarar, verið miskimnsamir
MÉr er dálítið minnisstæð prédik-
un, sem ég heyrði einn kunnan
kennimann flytja í útvarpið í fyrra-
sumar.
Hann var nefnilega að útskýra það
fyrir hlustendum sínum, presturinn,
hversvegna hann og stéttarhræður
hans legðu út á þá braut, að prédika
guðs orð, þrátt fyrir það, að þeir
vissu, að þetta verk væri ekki metið
að verðleikum, enda oft unnið meir
af vilja en mætti.
í stuttu máli, var skýring prestsins
sú, að þeir sem legðu út á braut pré-
dikarans í þjónustu kristinnar kirkju,
gerðu það undantekningarlaust vegna
þess, að þeir fyndu hjá sér köllun til
að prédika guðsorð. Og þetta gerðu
þeir þrátt fyrir það að þeir vissu fyr-
irfram að árangurinn var óviss og
starfinn ekki í hávegum hafður á
þessum hinum síðustu og verstu tím-
um.
Þetta sagði nú presturinn og er
ekki ástæða til að efast um, að hann
hafi af heilindum mælt.
Af er nú sú tíð, þegar prestar voru
nálega hinir einu, sem við prédikun
fengust, og guðs orð sú eina kenning,
sem menn kunnu skil á og boðuð var
almúganum með prédikun.
Nú eru kenningarnar orðnar legíó.
Hver kenning hefur sína prédikara,
sem allir hafa sína köllun, því enginn
gerist prédikari nema hann hafi feng-
ið köllun, eins og presturinn, sem ég
nefndi í öndverðu. Þessi skari sund-
urleitustu prédikara, sækir að hverj-
um einasta manni, frá öllum áttum,
eins og óvígur her, allt frá barninu í
vöggunni til öldungsins á grafarbakk-
anum, reiðubúinn að leggja undir sig
eins mikið af sál og sannfæringu
hvers einstaklings og auðið er.
Sumir prédikarar koma beint fram-
an að manni og flytja boðskap sinn
umbúðalaust, eins og t. d.: Trúðu á
Jesú Krist og hann krossfestan, eða:
auðvaldsskipulagið er orðið úrelt,
eða: lifi framtak einstaklingsins, eða:
maðurinn hefur sál, eða: maðurinn
hefur enga sál, eða: styðjið vestræna
samvinnu, eða: verið hlutlausir, eða:
ástundið bindindi, eða: hóglega
224