Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 24. ÁRG. • SEPT. 1963 • 3. HEFTI
VIÐREISNARLÆRDÓMAR
AÞESSUM haustdögum er viðburður að hitta mann sem ekki bölvi ríkis-
stjórninni í sand og ösku. Jajnvel „gula pressan“, sem fyrir tveimur eða
þremur mánuðum hrósaði öllu því sem jrá ríkisstjórninni kom, er nú orðin
hatrammur stjórnarfjandi, og má þá með sanni segja að fokið sé í flest skjól.
Það er eins og allt í einu hafi fallið himna frá augum almennings og hann
skilji nú þá miskunnarlausu staðreynd að stefna núverandi ríkisstjórnar hejur
frá upphafi verið mannhatur mestanpart, og að öðru leyli ábyrgðarlaust
glaprœði.
Því verður sem sé ekki í móli mœlt uð hingaðtil hefur ríkisstjórninni með
áróðri sínum orðið mikið ágengt í að vinna til fylgis eða hlulleysis furðu-
slóran hluta þjóðarinnar. Margbásúnuð loforð stjórnarspekinganna um „jafn-
vœgi“, „heilbrigðan þjóðarbúskap“, framfarir og þœgilegl líf, sem mundi
fylgja sjálfkrafa í kjölfar „frjálsrar samkeppni“, ajnáms gjaldeyrishafta,
„réttrar“ gengisskráningar, „frjáls viðskiptalífs“, — þessi tröllaukni svindil-
boðskapur um sjálfvirkt samspil þjóðfélagsaflanna fyrir atbeina hins „frjálsa
framtaks“, sem allar sérréllinda- og einokunarklíkur hafa að sígildu fagnað-
arerindi, hefur hljómað fagurlega í eyrum margra lítt pólitískra mannu.
Hann hefur höfðað til pólitískrar þreytu smáborguranna og til smáborgara-
legra tilhneiginga alþýðu, til skammsýni hentistefnumanna, lil einstaklings-
hyggju þeirra sem œtla að „bjarga sjálfum sér“ upp á eigin spýtur, og treysta
því að ekki muni um einn kepp í sláturtíð þeirra slóru.
En nú er hulan að fjúka af jafnvœgis- og heilbrigðisstefnu stjórnarinnar.
Það er nú orðið augljóst fjölda manna sem tóku skrumið gilt, að sú stejna
er ekki annað en dulbúin eigingirni dálítils hóps manna, sem mest hafa söls-
að undir sig í þjóðfélaginu. Og það á ef til vill eftir að koma í Ijós bráðlega
að sú óbilgirni sérliagsmunanna, sem ríkisstjórnin hefur veitt hið fyllsta
frelsi, kann að verða skammgóður vermir sjálfum þeim sem forréttindanna
áttu að njóta.
Nú er tœkifœri fyrir alþýðu manna að staldra við og líta til átta. Hver er
ávöxtur baráttunnar eftir fjögurra ára Viðreisn? Hver er hlulur alþýðunnar í
gróða braskaranna, bankanna, innflytjendanna, húsnœðisspekúlantanna, okr-
aranna? A þessum árum hefur alþýðan hvað eftir annað gerl lilraunir til að
193
13