Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ósköp leiðinlegir, segir ]>að, og engu
síður þeir, sem fylgja þeim að mál-
um, en hinir, sem eru þeim andvígir.
Og þegar við hernámsandstæðing-
ar erum að flækjast um landið og
prédika móti hernum, þá koma að-
eins sárafáir að hlusta á okkur og
ekki nema örlítið brot af þeim sem
hafa sömu skoðanir á þessu máli og
við, enda höfum við ekki neitt spil-
verk meðferðis, eins og hernáms-
flokkarnir, til þess að hressa upp á
mannskapinn.
Sú saga hefur verið sögð, að á bæ
einum, þar sem mikill lax var veidd-
ur og étinn, hafi hundarnir gengið
út, þegar þeir heyrðu nefndím lax.
Það skyldi þá aldrei eiga eftir að
koma á daginn, að fólkið hafi þegar
fengið jafnmikla óbeit á prédikuninni
og hundarnir á laxinum?
Nýlega var ég að hlusta á prest í út-
varpinu. Þetta var ágætur prédikari,
sem ég hef mikið dálæti á.
Hann var meðal annars að segja
frá því, presturinn, að nýlega hafði
hann verið að athuga fólk á dans-
skemmtun. Það sem vakti sérstaklega
athygli hans var að fólkið var ein-
hvernveginn rótlaust og flöktandi, að
því var líkast, sem það væri að leita
að einhverju. Og maður nokkur kom
til prestsins og spurði: Að hverju
haldið þér að fólkið sé að leita?
Haldið þér að það sé að leita að
guði?
Mér flaug í hug, þegar ég heyrði
þessa spurningu, sem presturinn svar-
aði víst aldrei beint, að þetta rótlausa
fólk væri ef til vill á flótta undan
prédikaranum, þessum mikla ógn-
valdi okkar nútímamanna.
Innst inni þráir hver einstaklingur,
að vera það sem hann er, vera hann
sjálfur, eins og barnið sem leikur sér
úti í guðsgrænni náttúrunni, óþving-
að og frjálst, laust við boð og hönn,
isma og kennisetningar.
En prédikarinn gefur engum grið.
Tækni og vísindi tekur hann í þjón-
ustu sína og ríður af þeim net utan
um fórnarlömb sin svo að þau megi
hvergi undan komast.
Blöð, útvarp, auglýsingar, bækur
og hverskvns hjálpartæki önnur nýt-
ir hann til hins ýtrasta. Með slikum
hjálpartækjum kemur hann alltaf ein-
hverjum hluta af boðskap sínum ofan
í hvern og einn, hvort sem hlutaðeig-
anda er það ljúft eða leitt.
En vegna þess, hve samkeppnin er
hörð milli prédikaranna innbyrðis,
má enginn þeirra slaka á klónni, eða
sýna tilheyrendum nokkra miskunn
eða linkind, þótt þeir séu orðnir
þreyttir af því að hlýða boðskapnum.
Ef einhver drægi í land, myndi annar
undireins ganga á lagið og ná í bráð-
ina. Þannig er slegizt um sálirnar,
nótt og nýtan dag.
Nú er það að vísu svo, að sumir
menn telja sig þurfa á prédikara að
226