Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 40
ÞÉR PRÉDIKARAR, VERIÐ MISKUNNSAMIR og viljum ekki láta prédikarann erja og sá sínum fræjum. Minnizt þess, að við erum að sligast undan þeim ofur- þunga, sem þér leggið okkur á herð- ar. Þér hugsið kannske sem svo, hver og einn, að það muni ekki um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni og að lengi megi bæta pinkli á gömlu Skjónu, og að yðar prédikun geri hvorki til né frá. En margt smátt gerir eitt stórt og einmitt yðar prédikun bætir ögn við þann þunga sem þegar er fyrir. Minnizt þess einnig, að áhrif pré- dikunar fer ekki eftir orðafjölda hennar og að þyngsti krossinn á herð- um áheyrandans, er einmitt þær prédikanir, sem eru ekkert annað en orð, eða þegar prédikarinn getur aldrei áttað sig almennilega á því, hvað það nú var í raun og veru, sem hann ætlaði að segja áheyrandanum. Við áheyrendur vitum, að við get- um ekki komizt frá yður, því ef við flýjum frá einum yðar, lendum við undir áhrifum annars. Þér hafið menninguna, vísindin og tæknina í yðar þjónustu og getið náð til okkar, hvert sem við förum. Því getum við aðeins sagt: Verið miskunnsamir. Presturinn, sem ég gat um í önd- verðu og prédikaði, af því hann hafði fengið köllun, prédikaði í haust er leið yfir alþingismönnum, áður en þeir gengju til starfa sinna á Alþingi. Sú prédikun var með þeim hætti, að því var líkast sem prédikarinn hygðist smala þingmönnum í einu vetfangi inn í rétt guðsríkis, leggja við þá beizli trúarinnar, spenna á þá aktygi umburðarlyndisins, festa á þá stjórntauma kærleikans og beita þeim síðan fyrir plóg réttlætisins í víngarði drottins. En hætt er við, að þingmenn, þess- ir útigangshestar á afréttarlöndum veraldarvastursins, hafi ekki tekið slíkri skynditamningu eins vel og pré- dikarinn myndi hafa óskað, enda ekki ósennilegt, að ýmsir hafi sloppið úr smalamennskunni og aldrei komizt í réttina, og meðal annars fyrir þær sakir, að smalinn gekk of áhugasam- lega til verksins. Flestum prédikurum er það sam- eiginlegt, að þeim liggur þessi lifand- is ósköp á. Það er eins og þeir vilji gera allt í einu og að allt muni farast, ef þeim tekst ekki að gera allt í einu. Og af því þeim liggur þessi lifandis ósköp á, gleyma þeir nær undantekn- ingarlaust, að setja sig í spor þess, er prédikunin beinist gegn. Þér, sem hafið fengið köllun til að prédika, minnizt þess, að ekki er hægt að gera allt í einu, jafnvel ekki nú á öld hraðans og vélarinnar. Flýt- ið yður því ekki svo mikið, að við á- heyrendur látum undan berast, sakir ákafa yðar. Heimurinn var ekki skap- aður í gær og við verðum að vona, að hann farist ekki á morgun. Þér 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.