Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 69
ESPERANTO SEM ÞÝÐINGAMAL
How comical, how ugly, and how meek
Appears this soarer of celestial snows!
One, with his pipe, teases the golden beak,
One, hmping, mocks the cripple as he goes.
The Poet, like this monarch of the clouds,
Despising archers, rides the storm elate.
But, stranded on the earth to jeering crowds,
The great wings of the giant baulk his gait.
SÚLUKÓNGURINN
(þýðing á íslenzku, ejtir Magnús Ásgeirsson)
I súlukónginn, sjófugl öllum stærri,
sér sæfarendur oft til gamans ná,
er fylgir skipum, öllum eyjum fjarri,
á óþreytandi flugi um loftin blá.
En þegar má á þiljum kóng þann líta —
hve þungt og kiaufskt og hlálegt er hans skrið!
I rænuleysi langa vængi og hvíta
hann líkt og árar dregur sér við hlið.
Hve hlægilega Jjótt er nú að sjá hann,
sem Ioftið klauf með slíkum tignarbrag!
Af stríðni reyk úr pípu einn blæs á hann,
og annar stælir klaufans göngulag.
Hvert skáld er þessa skýjajöfurs líki,
sem skjól og yndi kýs við storma fang:
l íangadvöl í dægurglaumsins ríki
þess draumavængir hindra mennskan gang.
ATHUGASEMDIR:
Form: Esp. þýðir hinar fr. alexandrínur með alexandrínum (6-bragliða
ljóðlínum), en. með sínu sígilda jambíska pentametri (5 öfugum tvíliðum í
ljóðlínu), ísl. með 5 og 4 réttum tvíliðum á víxl, forliðum og stúfum. Aðal
munurinn á hinum fr. og esp. alexandrínum er sá, að í hinum fyrri verður
hvíldin (caesuran) næst á eftir áherzluatkvæði (karlrím), en í hinum síðari
259