Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 41
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR ættuð því að gefa yður tóm til að kasta mæðinni og draga andann ró- lega. Allir þér, sem boðið trú á eilíft líf. sem og þér, sem reiknið með eilíf- um dauða, þér sem Irúið á sálina og þér sem afneitið henni, þér, sem berj- izt fyrir vestrænni samvinnu og þér, sem viljið ástunda blutleysi, þér, sem viljið beita fjármagninu fyrir plóg einstaklingsframtaksins og þér, sem látið yður dreyma um samvirkt þjóð- skipulag, þér, sem trúið því að al- menningshlutafélög séu allra meina bót, og þér, sem setjið allt yðar traust á samvinnustefnuna, þér, sem prédik- ið bindindi og þér, sem viljið hafa frelsi til þess að drekka allt það er hugur yðar girnist, þér, sem viljið betrumbæta æskulvðinn og þér, sem hafið fengið köllun til þess að bæta líðan málleysingja, í stuttu máli, allir þér, sem hafið fengið köllun til að betrumbæta heiminn með prédikun og skapa hann í yðar mynd, flýtið yð- ur hægt. Verið miskunnsamir og legg- ið ekki þyngri kross á herðar okkar vesælla áheyrenda en við erum færir um að bera. Og gefið okkur ekki stærri skammt af andagift yðar, vizku, eða speki, en við erum hæfir til að þiggja. Á einum stað í Helgakveri er frá því skýrt, að guð veiti öllum skepnum eins margar og miklar velgerðir og hver og ein þeirra sé hæf til að þiggja. Himnafaðirinn er, með öðrum orð- um, svo hagsýnn, mitt í ríkdómi sín- um, að miða gjafir sinar við hæfni þiggjandans. Þetta mætti verða prédikaranum til nokkurrar leiðbeiningar. Hversu sem hann er vel af guði gerður hlýtur hann þó að ráða yfir takmörkuðum birgðum andagiftar, vizku, þekkingar og speki. Hví skyldi hann þá ekki miða gjaf- ir sínar til áheyrendanna við það há- mark, er hann teldi nokkurnveginn víst að þeir væru hæfir til að þiggja. 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.