Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 58
HERMANN PÁLSSON Hið írska man Ein af mörgum og eftirminnilegum kvenlýsingum í Laxdæla sögu er Melkorka Mýrkjartansdóttir, hiS írska man í Dölum. Hún kemur fyrst til sögunnar illa klædd og illa leikin á markaði austur í Svíþjóð. Hösk- uldur bóndi úr Dölum er þar á ferða- lagi og langar til að kynnast konum og vill kaupa sér ambátt. Honum er gefinn kostur á tólf ambáttum og vel- ur sér eina, sem virðist fögur, þótt hún sé tötrum búin. En þessi ambátt reynist þá vera miklum mun dýrari en hinar, og er þó sá ljóður á ráði hennar, að hún er mállaus. Höskuldi lízt svo vel á hina nafnlausu konu, að hann kaupir hana fyrir þrefalt verð, þótt hún sé dumb. Um kveldið leggur Höskuldur hana í rekkju hjá sér, og um morguninn eftir gefur hann henni fögur klæði, svo að fríðleiki hennar fær notið sín. Höskuldur hefur kon- una heim með sér, og Jórunn, hús- freyja hans, tekur ambáttinni heldur fálega. „Höskuldur svaf hjá húsfreyju sinni hverja nótt, síðan hann kom heim, en hann var fár við frilluna. Ollum mönnum var auðsætt stór- mennskumót á henni og svo það, að hún var engi afglapi“, segir sagan. Seint um veturinn elur hin nafnlausa kona sveinbarn, sem Höskuldur legg- ur mikla ást við, en ekki mildar slíkt hug húsfreyju í garð frillunnar: „Um sumarið eftir mælti Jórunn, að frill- an myndi upp taka verknað nokkurn eða fara í brott ella. Höskuldur bað hana vinna þeim hjónum og gæta þar við sveins síns.“ Síðar kemst Hösk- uldur að því, að frillan hefur gert sér málleysiÖ upp. Hún er stórlát og vill ekki tala við þá, sem þjáðu hana, enda er hún dóttir Mýrkjartans kon- ungs á írlandi, og heitir Melkorka. Efalaust hefur hún litiÖ niður á elju sína, Strandakonuna Jórunni Bjarna- dóttur. Þegar Höskuldur hefur kom- izt að hinu sanna um uppruna Mel- korku, breytist afstaða hans til henn- ar, en öðru máli gegnir um konu hans: „Höskuldur kvað hana helzti lengi hafa þagað yfir svo góðri ætt. Síðan gekk Höskuldur inn og sagði Jórunni, hvað til nýlundu hefði gerzt í ferð hans. Jórunn kvaðst ekki vita, hvað hún sfegði satt. Kvað sér ekki 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.