Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 58
HERMANN PÁLSSON Hið írska man Ein af mörgum og eftirminnilegum kvenlýsingum í Laxdæla sögu er Melkorka Mýrkjartansdóttir, hiS írska man í Dölum. Hún kemur fyrst til sögunnar illa klædd og illa leikin á markaði austur í Svíþjóð. Hösk- uldur bóndi úr Dölum er þar á ferða- lagi og langar til að kynnast konum og vill kaupa sér ambátt. Honum er gefinn kostur á tólf ambáttum og vel- ur sér eina, sem virðist fögur, þótt hún sé tötrum búin. En þessi ambátt reynist þá vera miklum mun dýrari en hinar, og er þó sá ljóður á ráði hennar, að hún er mállaus. Höskuldi lízt svo vel á hina nafnlausu konu, að hann kaupir hana fyrir þrefalt verð, þótt hún sé dumb. Um kveldið leggur Höskuldur hana í rekkju hjá sér, og um morguninn eftir gefur hann henni fögur klæði, svo að fríðleiki hennar fær notið sín. Höskuldur hefur kon- una heim með sér, og Jórunn, hús- freyja hans, tekur ambáttinni heldur fálega. „Höskuldur svaf hjá húsfreyju sinni hverja nótt, síðan hann kom heim, en hann var fár við frilluna. Ollum mönnum var auðsætt stór- mennskumót á henni og svo það, að hún var engi afglapi“, segir sagan. Seint um veturinn elur hin nafnlausa kona sveinbarn, sem Höskuldur legg- ur mikla ást við, en ekki mildar slíkt hug húsfreyju í garð frillunnar: „Um sumarið eftir mælti Jórunn, að frill- an myndi upp taka verknað nokkurn eða fara í brott ella. Höskuldur bað hana vinna þeim hjónum og gæta þar við sveins síns.“ Síðar kemst Hösk- uldur að því, að frillan hefur gert sér málleysiÖ upp. Hún er stórlát og vill ekki tala við þá, sem þjáðu hana, enda er hún dóttir Mýrkjartans kon- ungs á írlandi, og heitir Melkorka. Efalaust hefur hún litiÖ niður á elju sína, Strandakonuna Jórunni Bjarna- dóttur. Þegar Höskuldur hefur kom- izt að hinu sanna um uppruna Mel- korku, breytist afstaða hans til henn- ar, en öðru máli gegnir um konu hans: „Höskuldur kvað hana helzti lengi hafa þagað yfir svo góðri ætt. Síðan gekk Höskuldur inn og sagði Jórunni, hvað til nýlundu hefði gerzt í ferð hans. Jórunn kvaðst ekki vita, hvað hún sfegði satt. Kvað sér ekki 248

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.