Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeim virka sannleika er fleytir manninum fram á viff, knýr hann til að gánga upprétt- an með skynsemina að leiðarljósi í staS )>ess að skrfSa í blindni. í enn ríkara mœli gildir þetta um höfund ritgerðanna sem uppgjafaprest — meS hjartaS „fuilt af synd- samlegum hugrenningum" ... en „meS op- in augun“. Framanaf brýtur Gunnar heilann um mörg klassísk fyrirbæri í boSskap kirkj- unnar, og jafnan meS þroskandi umbætur fyrir augum: syndafalliS, raunverulegt fað- emi Krists, JúdasareSliS, Krist sem mál- svara kúgaðra og refsivönd yfir kúgurum o. fl. Aliar þessar ritsmíSar vöktu á sinni tíS mikla athygli landsmanna, og þá ýmist vekjandi aðdáun eða ærna hneykslun. En í ritgerðinni Jafnaðarstefna og trúarbrögð, 1930, kiofnar húmanistísk hugsjónabarátta höfundar augljðsast í tvær ósættanlegar andstæður. ,JafnaSarstefnan er reist á vís- indum ... Hún á tilveru sína því að þakka, og sigur sinn á hún undir því einu, að menn kunni að hugsa, brjóti til mergjar viðfangs- efni sín og velji þær leiðir, sem nákvæm og samvizkusöm rannsókn bendir á ... Og það var efnishyggjan, hlutlaus rannsókn á náttúrunni og sögunni, óbáS fyrirfram á- kveðnum skoðunum, samvizkusöm leit að því, er verða mætti mannkyninu til full- komins þroska og farsældar ... — Hlutverk það, sem trúarbrögðin hafa haft með hönd- um, er alveg þveröfugt ... TníarbrögSin eru ekkert annaS en fastmótað, ákveðið kenningakerfi og helgisiðir, sem ganga kynslóð fram af kynslóð ... Þau færa boð- skap, sem alls ekki er gert ráð fyrir að menn skilji „í þessu lífi“. Þau eru fjand- samleg öllum heilabrotum og sjálfstæðri hugsun ... Þau gefa lausn á vandamálum lífsins í eitt skipti fyrir öll, svo að aldrei framar þarf að brjóta heilann um þau, og allar nýjar hugmyndir og nýjar uppgötvan- ir skoða þau sem f jandskap við sig ... JafnaSarstefna og trúarbrögð eru jafnand- stæð og blind trú er andstæð skilningi." Sakir ókyrrðar margra lesenda gat þessi ritgerð af sér aðra, íslenzk kirkja og trúar- brögð, og í kjölfarið koma enn fleiri, hlýt- ur þá margur háðulega útreið; mun sú hvað minnilegust er bæjarstjómaríhaldið frá 1932 fær, þegar Gunnar hýðir þaS með þess eigin eftirlætisbók til ívitnana, heil- agri ritníngu. En hvað sem líður ágæti ritgerða bókar- innar yfir höfuð, þá er hin síðasta þeirra, Skrijtamál uppgjafaprests, sá hlutur bók- arinnar er í raun hefur að geyma hinn rauða þráð hennar allrar, getur kallazt sam- nefnari ritgerðanna og um leið uppgjör við allt sem þar er glímt viS. í inngángi að þessari merku frásögn skrifar höfundur: „Þróun skoðana minna hefur átt rætur sín- ar í miskunnarlausri gagnrýni, sem ég beitti sjálfan mig og viðfangsefni mín, og viðhorf mitt gagnvart prestsstarfinu er á- vöxtur af einlægri, en á ýmsan hátt mis- heppnaðri tilraun að sameina prestsstarfið baráttunni fyrir því, sem mannkyni megi mest til heilla verða.“ Og á áþrcifanlegan liátt speiglar ritgerðin þennan aðstöðumun prestsstarfs annarsvegar og óháðrar við- leitni til heilla manninum hinsvegar; segir einna fyrst af ótta höfundar sem bams við helvítiskennínguna, menntunarferli á vit prestsskapar, sem hann álítur þó að hafi ekki átt sér trúarlegar rætur, heldur stafaS af „löngun til að hljóta aðstöðu til að beita (sér) í félagslífi og verða menningarfröm- uður í héraSi". Hann er vígður til Grund- arþínga, og allt lítur vel út í fyrstu, hann öðlast vinsældir; en snemma verður hann þess var að hann er ekki einsog prestum er ætlað að vera, hann er óprestslegur; fólk kann til dæmis illa við að sjá prestinn hlaupa, og svo hagar hann orðum sfnum ekki „prestslega"; minnisstæð er sagan um strákinn og hryssuna; hann segir frá því 268

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.