Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 39
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fangi að frelsa mannkynið undan oki
kommúnismans, á þann einfalda hátt
að eyða því.
Þetta var orðað á skemmtilega op-
inskáan hátt fyrir nokkrum árum, af
einum háttsettum kirkjunnar þjóni í
Bretlandi, á þessa leið, samkvæmt því
sem útvarpsfréttir hermdu:
Það er betra að heimurinn farist í
kjarnorkueldi en verði kommúnism-
anum að bráð.
Þannig má það verða, að atóm-
sprengjan gerist frelsari mannkyns-
ins, frelsi það undan oki kommún-
ismans.
Það er með öðrum orðum gert ráð
fyrir, að hinn svokallaði frj álsi heim-
ur, sem játar lýðræði, mannréttindi,
frjálsa hugsun og annað slíkt, eigi
þess kost að líða píslarvætti fyrir
þetta alltsaman, að ógleymdri trúnni
á sjálfa atómsprengjuna.
Smátt og smátt er verið að sætta
okkur við tilhugsunina um það að
við verðum að taka á okkur þá á-
hættu, sem því fylgir, að standa vörð
um frelsið og lýðræðið, og það þýðir
án allra umbúða að við þurfum að
vera við því búnir að deyja píslar-
vættisdauða fyrir þessi veraldarinnar
gæði. Hins vegar hefur það aldrei
verið upplýst, hverjir eiga að njóta
þessara gæða, eftir að ósköpin eru
um garð gengin.
Samkvæmt framansögðu má skipta
prédikurunum í tvo flokka. í öðrum
flokknum eru þeir sem boða okkur
trúna á atómsprengjuna sem frelsara
mannkynsins, undan oki kommún-
ismans.
Við þá er ekkert hægt að tala, þeir
myndu heldur ekki skilja það mál
sem við tölum, jafnvel þó þeir mæli á
sömu tungu. Þeir eru að vísu hættu-
legir, því þeir eiga yfirleitt greiðan
aðgang að þeim ýmsu hjálpartækjum
tækninnar, sem nútíma prédikari get-
ur stuðzt við. En ef við gerum okkur
ljóst, að þeir eru í öðrum flokki en
andlega heilbrigðir menn, þurfa þeir
ekki að verða okkur hættulegir.
I' sjálfu sér gæti maður sætt sig við
það að verða útmáður af jörðinni
einn góðan veðurdag. Hitt væri vit-
firring að líta á það sem hetjudáð,
eða háleita fórn í þágu háleitrar hug-
sjónar. í stuttu máli verðum við að
trúa því að vitfirringamir fái glóruna
aftur áður en þeir vinni sjálfum sér
og öðrum skaða.
í hinum flokknum eru svo allir
þeir prédikarar, sem eru með nokk-
urnveginn réttu ráði.
Við þá myndum við áheyrendur
vilja mæla eitthvað á þessa leið:
Þér prédikarar, verið miskunnsam-
ir. Minnizt þess, að einhver takmörk
hljóta að vera fyrir því, hvað við get-
um innbyrt mikið magn prédikana
án þess að bíða við það tjón á sálum
okkar. Minnizt þess, að einnig við
vesælir áheyrendur, viljum gjarna
eiga einhvem blett hið innra með
okkur sem við getum ræktað sjálfir
229