Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR iðnað, sem er framtíðarloforðið. Til- raunir lians til framsóknar yfirbuga stundum fólkið og vanhelga flestar kennisetningar okkar um frelsi ein- staklingsins. En kommúnisminn er, eins og Arnold Toynbee segir, „sá, sem er minna þröngsýnn af þessum tveim stefnum, og fyrir þá sök er hann öflugri.“ Næstu tvö atriðin í þessari afbrota- og vanrækslusyndaskrá Bandaríkj- anna verða ekki rakin hér, en þau fjalla um vanmat Bandaríkjanna á menntun og þróun Kommúnistaríkj- anna og neikvæða stefnu Bandaríkj- anna almennt. Sjöunda atriðið nefnir höfundur svo: 7. Við lókum upp nokkrar verslu hliðarnar á kerfi keppinauts okkar. „Um leið og við gleymdum því, að afneitun ein byggir ekkert upp, hóf- um við að reisa múrveggi. Síðan varð að styrkja hinn alþjóðlega múr um- hverfis Rússland og kommúnismann með öðrum minni múrveggjum, unz svo var komið, að risinn var múr- veggur kringum hvern einasta Banda- ríkjamann, og flestar óánægjuraddir þagnaðar. Samsæri kommúnismans jókst og margfaldaðist í meðförum, svo að það var orðið að lífshættu fyrir vold- ugustu þjóð allra tíma. Sjúkdóms- kenning var samþykkt um kommún- ismann og hún svo banvæn, að sér- hver kommúnisti var líklegur talinn til að bera sýkil, er sýkt gæti allan al- menning. Síðan voru öll tæki laga og þjóðfélagslegra áhrifa notuð til þess að eyðileggja alla kommúnista, og á- samt þeim meðreiðarsveina unz svo var komið, að sérhver maður og hug- mynd, sem ekki var lengst til hægri, var í hættu. Þegar Krústjoff afneitaði Stalín lýsti hann því, hvernig Stalín hefði fundið upp brennimerkið „óvinur fólksins“, en með því barði hann nið- ur alla grunaða og verjendur þeirra. Hliðstæðan hjá okkur var brenni- markið „óameríkanskt“, sem beitt var af þingnefndum, er voru lifandi af- neitun hinnar amerísku meginreglu, að sérhver maður sé frjáls að því að hugsa það sem hann vill. Eigi að síð- ur fóru þessar nefndir yfir landið til þess að afhjúpa sérhvern þann, er einhverntíma hafði haft eitthvert samband við kommúnista, jafnvel á kreppuárunum, og útdeildu skapraun og skaða. Hugsanaeftirlitsmönnum okkar féll ekki orðið taugaveiklun, en hún jókst sífellt unz atkvæðamikill blaðaeig- andi, M. F. Ethridge, frá Louisville Courier-Journal, varaði okkur við því, að heimasjúkdómur okkar væri orðinn „sálsýki, sem hefur inni að halda öll ill öfl Rannsóknarréttar- ins, rússnesku leynilögreglunnar, nazismans, Stalínismans, Ku Klux Klan og allra þeirra sjúku afla, er 208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.