Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Page 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR iðnað, sem er framtíðarloforðið. Til- raunir lians til framsóknar yfirbuga stundum fólkið og vanhelga flestar kennisetningar okkar um frelsi ein- staklingsins. En kommúnisminn er, eins og Arnold Toynbee segir, „sá, sem er minna þröngsýnn af þessum tveim stefnum, og fyrir þá sök er hann öflugri.“ Næstu tvö atriðin í þessari afbrota- og vanrækslusyndaskrá Bandaríkj- anna verða ekki rakin hér, en þau fjalla um vanmat Bandaríkjanna á menntun og þróun Kommúnistaríkj- anna og neikvæða stefnu Bandaríkj- anna almennt. Sjöunda atriðið nefnir höfundur svo: 7. Við lókum upp nokkrar verslu hliðarnar á kerfi keppinauts okkar. „Um leið og við gleymdum því, að afneitun ein byggir ekkert upp, hóf- um við að reisa múrveggi. Síðan varð að styrkja hinn alþjóðlega múr um- hverfis Rússland og kommúnismann með öðrum minni múrveggjum, unz svo var komið, að risinn var múr- veggur kringum hvern einasta Banda- ríkjamann, og flestar óánægjuraddir þagnaðar. Samsæri kommúnismans jókst og margfaldaðist í meðförum, svo að það var orðið að lífshættu fyrir vold- ugustu þjóð allra tíma. Sjúkdóms- kenning var samþykkt um kommún- ismann og hún svo banvæn, að sér- hver kommúnisti var líklegur talinn til að bera sýkil, er sýkt gæti allan al- menning. Síðan voru öll tæki laga og þjóðfélagslegra áhrifa notuð til þess að eyðileggja alla kommúnista, og á- samt þeim meðreiðarsveina unz svo var komið, að sérhver maður og hug- mynd, sem ekki var lengst til hægri, var í hættu. Þegar Krústjoff afneitaði Stalín lýsti hann því, hvernig Stalín hefði fundið upp brennimerkið „óvinur fólksins“, en með því barði hann nið- ur alla grunaða og verjendur þeirra. Hliðstæðan hjá okkur var brenni- markið „óameríkanskt“, sem beitt var af þingnefndum, er voru lifandi af- neitun hinnar amerísku meginreglu, að sérhver maður sé frjáls að því að hugsa það sem hann vill. Eigi að síð- ur fóru þessar nefndir yfir landið til þess að afhjúpa sérhvern þann, er einhverntíma hafði haft eitthvert samband við kommúnista, jafnvel á kreppuárunum, og útdeildu skapraun og skaða. Hugsanaeftirlitsmönnum okkar féll ekki orðið taugaveiklun, en hún jókst sífellt unz atkvæðamikill blaðaeig- andi, M. F. Ethridge, frá Louisville Courier-Journal, varaði okkur við því, að heimasjúkdómur okkar væri orðinn „sálsýki, sem hefur inni að halda öll ill öfl Rannsóknarréttar- ins, rússnesku leynilögreglunnar, nazismans, Stalínismans, Ku Klux Klan og allra þeirra sjúku afla, er 208

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.