Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR muldraði Vassílí Petrovits og þvingaði fram bros. Alla sína löngu forstjóra- ævi hafði hann aldrei haft nein viðskipti við æðstu valdamenn, og gat þess vegna ekki hugsað sér, að til þess kæmi. „Já, en maður getur nú aldrei sagt um það fyrirfram,“ sagði fráfarandi forstjórinn, með sömu glaðværð í röddinni og þegar hann steig yfir þröskuld þessara heilögu híbýla. „Svo að þú skalt vera viðbúinn.“ Þessi ráðlegging rann Vassílí Petrovits í merg og bein. Hann hafði vissu- lega ætíð uppfrá því verið viðhúinn, svo að hinn mikilvægi gestur frá ráðu- neytinu gæti komið hvenær sem væri. Hann skipaði þjónustustúlkuna í hliðar- álmunum, Nastju, til þess að sjá um sumarbústaðinn, og hvern dag átti hún að þrífa og hreinsa þessi mannlausu herbergi, þvo gólfið, sem enginn maður steig á, skipta um hlóm í vasanum, þótt þau fylltu loftið tilgangslausum ilmi, hursta dúkinn á billjardborðinu, sem líktist helzt ósleginni grasflöt. Auk þess féllu nokkur verk í hlut Stephans, húsvarðarins; hann átti að höggva ís af fordyrinu, moka snjó undan gluggunum, og sjá um að brenni væri ætíð til taks, ef til þess kæmi að valdamaðurinn kynni að vilja dást að dansi loganna í arninum. í stuttu máli, allt var gert til þess að hinn óvænti gestur, hver sem hann svo yrði, fyndi með hversu mikilli óþreyju hans hafði verið beðið, og hversu vandlega koma hans hafði verið undirbúin. En þrátt fyrir það ollu þessi herbergi Vassílí Petrovits stöðugum óróa. Sem forstjóri þótti honum erfitt að sætta sig við það, að svo yndisleg íbúð væri tóm, að í hana væri stöðugt eytt tilgangslaust bæði peningum og vinnu al- þýðunnar. Bannhelgin á þessum herbergjum angraði hann stundum bein- línis af mannúðarástæðum. Það tók hann langan tíma að gleyma svipnum á nýgiftum hjónum, sem komu til heilsuhælisins, þegar fjölmennast var, í júlí, og var vísað hvoru í sitt herbergi. Þá runnu á hann tvær grímur, er hann gerði sér ljóst, hve séríbúð hefði gert þau óumræðilega hamingjusöm. En hann harkaði af sér, ungu hjónin horfðu hvort á annað eins og þau sæjust aldrei framar, og héldu hvort til sinnar álmu. Og ekki leið Vassílí Petrovits betur, þegar frægur húsameistari kom, ein- mitt sá, sem hafði byggt þetta heilsuhæli. Húsameistarinn kom með konu sinni og þrem óstýrilátum sonum. Og jafnvel þótt þau fengju tvö samliggjandi herbergi, þá fengu hjónin aldrei augnabliksfrið fyrir hávaðanum og látunum í strákunum. Forstjórinn hlustaði sorgmæddur á smellina í billj ardkúlunum, sem aldrei stönzuðu í óvistlegu almenningsherberberginu, meðan ágætis billjardborð 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.