Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Side 17
EFTIRMÆLI KALDA STRÍÐSINS Press, kom frá Moskvu 1954 skrif- aði hann, „að rússneska þjóðin er jafnvel ennþá hræddari við horfurn- ar á nýju stríði en nokkur önnur þjóð. Tæpast er unnt að hugsa sér þjóð. sem minni áhuga hefur á því að hefja krossferð í nafni byltingarinn- ar eða í nafni einhvers annars.“ Rúss- nesku leiðtogarnir þurftu líka langan frið. Þetta stafaði að sjálfsögðu af því hræðilega tjóni, sem Sovétríkin höfðu beðið í heimsstyrj öldinni síð- ari og tvisvar áður frá 1914, enda þótt við önsuðum ekki slíku, er við tókum heilshugar upp hugmyndina um heimsyfirráðastefnu þeirra. En gátu ekki rússneskir herir hvenær sem var haldið að Ermarsundi? Til þess höfðu þeir lið, en hver einasti Sovét- leiðtogi vissi það, að Sovétþjóðirnar voru ekki færar um að hefja árásar- stríð, allra sízt stríð, sem hefði í för með sér þátttöku Bandaríkjanna með gífurlegum, óskertum styrk þeirra.“ Eftir að hafa rætt þetta nokkru nánar kemur höfundur svo að fjórða atriði sínu: 4. Við töldum kommúnisma jafngilda fasisma. „Við höfðum þurft að berjast við fasismann, og kommúnisminn var eins vondur eða verri. Þetta var önn- ur hliðstæðan, sem Kalda stríðið var háð eftir. Hún var einnig fölsk, en slíkt gat enginn sagt áhættulaust. Bölvun fasismans var fljótlega flutt yfir á kommúnistana. Þó var þessi hliðstæða hæpinn grundvöllur fyrir Kalt stríð, þar eð fasisminn var neikvæður, hann kúg- aði og hann rændi og var kaldúðin ein gagnvart fólki. Kommúnisminn viðurkennir yfirborð lýðræðisins, en fasisminn afnam það með öllu, gerði gys að því og reyndi að ganga af sjálfri hugmyndinni dauðri. Komm- únismi og lýðræði kveðast bæði berj- ast fyrir hagsmunum fjöldans, en fas- isminn var beinlínis byggður á „af- burðamönnum“ heima fyrir og út- rýmingu erlendra þjóða eða fastá- kveðinni þrælkun þeirra. Kommún- isminn er kristin villutrú, sprottin upp í hugum tveggja þýzkra millistéttar- manna, sökum hins miskunnarlausa óréttlætis ungrar iðnbyltingar, og fullur af eldmóði fyrir þjóðfélags- legu réttlæti. Það var meir en lítið erfitt að finna neitt í kenningum eða framkvæmd fasismans, sem eitthvað ætti skylt við kristindóm eða húman- isma. Fasisminn var stríðið sjálft, sam- einað glæpamennsku. Hann fyrirleit menntun sem slíka og skerti hana stórum, á sama tíma og kommúnistar reyna að auka hana og útbreiða. Kommúnisminn getur verið misk- unnarlaus og fær um hræðilegar hreinsanir, en hann reynir sem hann má að bæta lífskjör og menningu, jafnframt því sem hann eflir þunga- 207

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.