Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 81
UMSAGNIR UM BÆKUR
Hér er allt miklu fágaðra en svo. Sögurnar
í nýja bindinu — Gráskinna hin meiri er
um það bil tvisvar sinnum lengri en upp-
haflega safnið — láta yfirleitt ekki mikið
yfir sér. Oft er sagt frá smávægilegum at-
burðum — kona týnir eyrnalokkum og
finnast aftur, högg heyrast á þili, fólk
dreymir undarlega. En frásögnin er oftast
nær notaleg, og lesandanum er ætlað að
tengja einn viðburð við annan. Helzta sér-
kenni margra sagnanna er óskýranlegt or-
sakasamband milli tveggja viðburða. Hérna
eru á ferðinni fyrirburðir, og eiga þeir sér
langa sögu á landi voru. I fornsögum vor-
um er þeim oft beitt af mikilli list, en hér
bregður þeim fyrir í smáum þáttum, og
sjaldnast benda fyrirburðirnir á heil örlög
manna. Af draugasögum fer mikið fyrir
sögum af Þorgeirsbola, þær fylla meira en
fimmtíu síður í nýja safninu, og eru sumar
þeirra allmergjaðar. Hér kemur einnig í
ljós, að síðasti uppvakningur í Þingeyjar-
sýslu komst á kreik snemma á 19. öld, og
er hann nú væntanlega undir lok liðinn.
Einstaka saga fjallar um álfa, og hér bregð-
ur fyrir frásögnum af álagablettum. Meðan
lögin um náttúruvernd voru enn ekki til, þá
fundu menn af hyggjuviti sínu, að gott
væri að umgangast sérkennilega staði af
kurteisi: hól þenna mátti ekki slá, klettur-
inn sá arni átti að fá að vera í friði, við
þessum vallgrónu rústum mátti enginn
hrófla.
Gaman var að lesa hér Bassa sögu, sem
Sigurður Nordal skrásetti haustið 1905 eft-
ir Helga Guðmundssyni malara. Hún er
snilldarlega gerð; með djarflegt efni er
farið af einstakri alúð. Þetta er vafalaust
langelzta sagan í öllu ritinu, enda á hún
auðsæilega rætur sínar í kaþólskum tíma.
Ilinir smekkvísu útgefendur Gráskinnu
og höfundar láta sér einkar annt um frá-
sagnir af atburðum, þar sem ekki er allt
með felldu. En verk þeirra er auðsæilega
unnið af mikilli ást á efninu og á íslenzku
máli. Til útgáfunnar allrar er mjög vandað,
enda er listfengi Hafsteins Guðmundssonar
viðbrugðið. Fyrir nokkrum árum gaf Þjóð-
saga út safn Jóns Árnasonar í ákaflega
vönduðum ritum. Gráskinna hin meiri sýnir
það ljóst, að Hafsteinn slakar lítt á kröfum
sínum um list í bókagerð, og þáttur hans í
verkinu gerir oss það enn ljúfara að þakka
þeim Sigurði og Þórbergi fyrir skemmtun-
ina.
Hermann Pálsson.
271