Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 19
EFTIRMÆLI KALDA STRÍÐSINS
krefj ast yfirráða yfir sálum og hegð-
un annarra.“ Hættan var, að þeir, er
höfðu „hrifsað til sín réttinn til að
dæma um það, hvað væri uppreisn og
hvað væri hundrað prósent amerík-
anskt“ myndu svipta okkur frelsi okk-
ar og setja á hreyfingu öfl, sem gætu
eyðilagt okkur.
William 0. Douglas, dómari, skrif-
aði einnig, að „við sviptum menn at-
vinnu og eyðileggjum álit þeirra með
aðferðum eins grimmilegum og þeim,
sem notaðar voru við réttarhöldin yf-
ir Walter Raleigh, og að við lifum í
taugaveiklun nærri því eins magnaðri
og andrúmslofti galdrabrennunnar.“
Meðan galdraofsóknirnar stóðu
sem hæst, reit Learned Hand, dómari,
einn af virtustu lögfræðingum lands-
ins, þessa skörpu aðvörun, sem fylgja
mun okkur um kynslóðir: „Það þjóð-
félag er þegar í upplausn, þar sem
hver maður tekur að skoða nágranna
sinn sem hugsanlegan óvin, þar sem
frávik frá hinu viðurkennda, hvort
heldur er í stjórnmálum eða trúmál-
um, er tákn um ótryggð; þar sem á-
kæra án rökstuðnings kemur í stað
sannana; þar sem kreddufesta kæfir
frelsi til andstöðu; þar sem trúin á
yfirburði skynseminnar er orðin svo
lítils megnug, að við þorum ekki að
láta í lj ósi skoðanir okkar, hvort sem
þær kunni að tapa eða sigra.“ í sér-
hverri þessari setningu er harður á-
fellisdómur um fráhvarf okkar frá
frelsinu. Slíkt ástand, heldur Hand
dómari áfram, „getur eytt því bindi-
efni, er heldur steinunum saman, og
getur að lokum leitt yfir okkur harð-
stjórn eins illa og þá, er við óttumst.“
Hvernig frelsi vort rýrnaði. Þetta
var það hyldýpi, sem við okkur blasti
1952. Þegar heimurinn sá okkur
standa á þeim hyldýpisbarmi sann-
færðist hann um það, að við tryðum
hvorki á sjálfa okkur lengur né frels-
ið — vonlaus aðstaða fyrir þj óð, sem
taldi sig helztu forvígisþj óð frelsisins.
í Englandi, þar sem sj álf hugmyndin
um óenska nefnd var óhugsandi, end-
urspeglaði Bertrand Russel almenn-
ingsálitið er hann lét svo um mælt, að
frelsið „væri á förum“ í Bandaríkj-
unum.
A förum var það, og enn minnkaði
það, er 33 ríki samþykktu lög til að
treysta trúnað kennara og losa skóla
við „uppreisnartilhneigingar“. Það
minnkaði enn, er ráðizt var á skóla-
bækur af sj álfskipuðum ritskoðend-
um, þegar bækur voru brenndar,
bókavörður rekinn fyrir að hafa
frj álslynd tímarit í hillunum og öll er-
lend bókasöfn okkar hreinsuð af bók-
um, er skrifaðar voru af fjölmörgum
viðurkenndum höfundum, en slíkt er
ein helzta aðferð einræðisstefnunnar.
/ átt að amerísku lögregluríki.
Frelsi hvarf enn, er Truman forseti
gaf út hina örlagaríku tilskipun sína
1947 um það, að FBI skyldi hafa ör-
yggiseftirlit með öllum embættis-
mönnum sambandsstjómarinnar, og
tímarit máls oc mennincar
209
14