Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 13
EFTIRMÆLI KALDA STRÍÐSINS
ið hér, enda fer höfundur fljótt yfir
þá sögu. Prófessor Fleming setur upp
tíu atriði til skýringar því,
Hversvegna við töpuðum Kalda
stríðinu.
Verða þau rakin hér nokkru nán-
ar, og er hin fyrsta orsökin að dómi
höfundar sú, að „Við neituðum að
viðurkenna afleiðingarnar af heims-
styrjöldinni síðari.“
„Kalda stríðið hófst sökum þess,
að almenningsálit í Bandaríkjunum
gat ekki viðurkennt helztu afleiðing-
ar heimsstyrjaldarinnar síðari.
Bandaríkjamenn höfðu barizt til þess
að sigra fasismann, og þegar það var
húið og gert, komust þeir að raun um
það, að kommúnisminn hafði náð á
sitt vald stórum svæðum, og að þj óð-
félagsleg hylting var allsstaðar í fram-
sókn. Truman forseta og hópi ann-
arra var ómögulegt að sætta sig við
það, að Sovétríkin hefðu yfirstjórn
Austur-Evrópu. Hægri armur Repú-
blikanaflokksins og fjöldi annarra gat
alls ekki sætt sig við kommúnista-
byltinguna í Kína.“
Höfundur ræðir þetta síðan nánar
og kemur svo að öðru atriðinu:
2. Við reiddum okkur á kjarnorku-
einokun og vanmátum vísindi og iðn-
að Sovétríkjanna.
„Atómvísindamenn okkar gerðu
allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að
sannfæra okkur um það, að eftir
Hiroshima væru engin kjarnorku-
leyndarmál til, og Sovétríkin myndu
senn gera sína eigin sprengju, en
stj órnmálamenn og hershöfðingj ar
vildu ekki trúa þeim. Þeir voru sann-
færðir um það, að langur tími myndi
líða þangað til seinvirkir kommún-
istar yrðu færir um slíkt.
Þetta var eðlilegur, þjóðernislegur
framgangsmáti til þess að gæta
„leyndarmálanna“. Það var eðlilegt
og mannlegt fyrir okkur að gera á-
ætlun um alþj óðlegt eftirlit, sem
tryggði það, að Sovétríkin hefðu
aldrei atómsprengju í höndum. Það
var meir en lítið óvenjulegt, þegar
stjórnmálamaðurinn Simson hvatti til
þess, að komizt væri að einhverju
samkomulagi við Rússa. Það var enn
óvenjulegra þegar almenningsálitið í
Englandi var einróma hlynnt því að
láta Rússum leyndarmálið í té.
Hefði þetta verið gert, hefðu Rúss-
ar ekki getað státað af eigin afrekum,
eins og þeir geta nú, og Vestur-Evrópa
myndi ekki lifa í þeim skugga atóm-
eyðileggingar, sem hún gerir í dag og
hefur gert allt frá þeim tíma, er Sovét-
ríkin sprengdu atómsprengju sína
1949 — og lögðu grundvöllinn að
evrópskri hlutleysisstefnu.
Sú ákvörðun okkar 1949 að hefja
þegar smíði vetnissprengjunnar var
aldagömul valdajafnvægisstefna, og
óhjákvæmileg, en sú ákvörðun að
bíða nýrrar styrkleikaaðstöðu áður
en alvarleg tilraun væri gerð til þess
203