Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Blaðsíða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vel á með honum og þeim Nikódem- usi og Jósep af Arimatiá, en þeir myndu hafa verið kallaðir laumu- kommúnistar, ef þeir hefðu verið uppi á vorum dögum. Þó hér hafi verið tekin dæmi af guðfræðilegri prédikun, skal það fram tekið, að það er ekki af því að sú grein prédikunar sé meir uppá- þrengjandi eða fyrirferðarmeiri en prédikanir af veraldlegum toga. Þvert á móti er hún um margt siðsamlegri, enda snöggt um fyrirferðarminni og bilgjarnari en veraldlegar prédikan- ir, enda þótt hún geti einnig stundum orðið dálítið þreytandi. Og þrátt fyrir allt, verður að við- urkenna, að allar tegundir prédikana, jafnt andlegra sem veraldlegra, eiga í sér fólginn einhvern neista heil- brigðrar skynsemi með einni undan- tekningu þó. Jafnvel ræður Hitlers sáluga, sem þó hafa með réttu verið taldar langt neðan við það, sem kallað er sið- menning, geta talizt háleitur fagnað- arboðskapur og háfleyg heimspeki, séu þær bornar saman við þá tegund prédikana, sem nú verður nefnd. Það eru prédikanir um atóm- sprengjuna sem frelsara heimsins. Þetta kann að hljóma sem fjar- stæða, öfugmæli eða grín, þegar það er nefnt svona umbúðalaust. Eigi að síður er það staðreynd, að slík trú er okkur boðuð eins og brátt skal sýnt. Að vísu er þetta sjaldan sagt um- búðalaust og það er yfirleitt ekki komið framan að okkur með slíkan boðskap. Það er komið að okkur frá hlið, eða aftanfrá. Við fáum heldur ekki mjög stóra skammta af honum í einu. Þessu er lætt að okkur smátt og smátt og undir allskonar yfirskini, og það seytlar inn í okkur svona smátt og smátt, eftir næstum því óskiljan- legum leiðum ástundum. Við þurfum að varðveita frelsi okkar og öryggi. Auðvitað eru allir sammála um það. Það gerum við bezt með því að leita okkur halds og trausts hjá þeim þjóðum, sem eru okkur andlega skyldastar, búa við samskonar þjóðskipulag og við og aðhyllast sömu hugsjónir um lýðræði og frelsi. Nú vill svo til, að atómsprengjan er friðartákn þeirra þjóða, sem við leit- um halds og trausts hjá og teljum okkur andlega skyldasta. Þær segja þessar ágætu þjóðir: Atómsprengj an er bezta tryggingin fyrir því að friðurinn haldist. Og þessar þjóðir leggja allt sitt hugvit og alla sína snilli í það að hagræða at- ómsprengjunni og fullkomna hana, þannig að hún geti orðið hlutverki sínu vaxin, því, að varðveita friðinn. En færi hins vegar svo, að þessi friðarins vörður yrði þrátt fyrir allt ekki fær um að halda óvininum, al- þjóðakommúnismanum í hæfilegri fjarlægð, þá þarf ekki annað en kveikja í og þá er hægt í einu vet- 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.