Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Qupperneq 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeim virka sannleika er fleytir manninum fram á viff, knýr hann til að gánga upprétt- an með skynsemina að leiðarljósi í staS )>ess að skrfSa í blindni. í enn ríkara mœli gildir þetta um höfund ritgerðanna sem uppgjafaprest — meS hjartaS „fuilt af synd- samlegum hugrenningum" ... en „meS op- in augun“. Framanaf brýtur Gunnar heilann um mörg klassísk fyrirbæri í boSskap kirkj- unnar, og jafnan meS þroskandi umbætur fyrir augum: syndafalliS, raunverulegt fað- emi Krists, JúdasareSliS, Krist sem mál- svara kúgaðra og refsivönd yfir kúgurum o. fl. Aliar þessar ritsmíSar vöktu á sinni tíS mikla athygli landsmanna, og þá ýmist vekjandi aðdáun eða ærna hneykslun. En í ritgerðinni Jafnaðarstefna og trúarbrögð, 1930, kiofnar húmanistísk hugsjónabarátta höfundar augljðsast í tvær ósættanlegar andstæður. ,JafnaSarstefnan er reist á vís- indum ... Hún á tilveru sína því að þakka, og sigur sinn á hún undir því einu, að menn kunni að hugsa, brjóti til mergjar viðfangs- efni sín og velji þær leiðir, sem nákvæm og samvizkusöm rannsókn bendir á ... Og það var efnishyggjan, hlutlaus rannsókn á náttúrunni og sögunni, óbáS fyrirfram á- kveðnum skoðunum, samvizkusöm leit að því, er verða mætti mannkyninu til full- komins þroska og farsældar ... — Hlutverk það, sem trúarbrögðin hafa haft með hönd- um, er alveg þveröfugt ... TníarbrögSin eru ekkert annaS en fastmótað, ákveðið kenningakerfi og helgisiðir, sem ganga kynslóð fram af kynslóð ... Þau færa boð- skap, sem alls ekki er gert ráð fyrir að menn skilji „í þessu lífi“. Þau eru fjand- samleg öllum heilabrotum og sjálfstæðri hugsun ... Þau gefa lausn á vandamálum lífsins í eitt skipti fyrir öll, svo að aldrei framar þarf að brjóta heilann um þau, og allar nýjar hugmyndir og nýjar uppgötvan- ir skoða þau sem f jandskap við sig ... JafnaSarstefna og trúarbrögð eru jafnand- stæð og blind trú er andstæð skilningi." Sakir ókyrrðar margra lesenda gat þessi ritgerð af sér aðra, íslenzk kirkja og trúar- brögð, og í kjölfarið koma enn fleiri, hlýt- ur þá margur háðulega útreið; mun sú hvað minnilegust er bæjarstjómaríhaldið frá 1932 fær, þegar Gunnar hýðir þaS með þess eigin eftirlætisbók til ívitnana, heil- agri ritníngu. En hvað sem líður ágæti ritgerða bókar- innar yfir höfuð, þá er hin síðasta þeirra, Skrijtamál uppgjafaprests, sá hlutur bók- arinnar er í raun hefur að geyma hinn rauða þráð hennar allrar, getur kallazt sam- nefnari ritgerðanna og um leið uppgjör við allt sem þar er glímt viS. í inngángi að þessari merku frásögn skrifar höfundur: „Þróun skoðana minna hefur átt rætur sín- ar í miskunnarlausri gagnrýni, sem ég beitti sjálfan mig og viðfangsefni mín, og viðhorf mitt gagnvart prestsstarfinu er á- vöxtur af einlægri, en á ýmsan hátt mis- heppnaðri tilraun að sameina prestsstarfið baráttunni fyrir því, sem mannkyni megi mest til heilla verða.“ Og á áþrcifanlegan liátt speiglar ritgerðin þennan aðstöðumun prestsstarfs annarsvegar og óháðrar við- leitni til heilla manninum hinsvegar; segir einna fyrst af ótta höfundar sem bams við helvítiskennínguna, menntunarferli á vit prestsskapar, sem hann álítur þó að hafi ekki átt sér trúarlegar rætur, heldur stafaS af „löngun til að hljóta aðstöðu til að beita (sér) í félagslífi og verða menningarfröm- uður í héraSi". Hann er vígður til Grund- arþínga, og allt lítur vel út í fyrstu, hann öðlast vinsældir; en snemma verður hann þess var að hann er ekki einsog prestum er ætlað að vera, hann er óprestslegur; fólk kann til dæmis illa við að sjá prestinn hlaupa, og svo hagar hann orðum sfnum ekki „prestslega"; minnisstæð er sagan um strákinn og hryssuna; hann segir frá því 268
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.