Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1963, Síða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ósköp leiðinlegir, segir ]>að, og engu síður þeir, sem fylgja þeim að mál- um, en hinir, sem eru þeim andvígir. Og þegar við hernámsandstæðing- ar erum að flækjast um landið og prédika móti hernum, þá koma að- eins sárafáir að hlusta á okkur og ekki nema örlítið brot af þeim sem hafa sömu skoðanir á þessu máli og við, enda höfum við ekki neitt spil- verk meðferðis, eins og hernáms- flokkarnir, til þess að hressa upp á mannskapinn. Sú saga hefur verið sögð, að á bæ einum, þar sem mikill lax var veidd- ur og étinn, hafi hundarnir gengið út, þegar þeir heyrðu nefndím lax. Það skyldi þá aldrei eiga eftir að koma á daginn, að fólkið hafi þegar fengið jafnmikla óbeit á prédikuninni og hundarnir á laxinum? Nýlega var ég að hlusta á prest í út- varpinu. Þetta var ágætur prédikari, sem ég hef mikið dálæti á. Hann var meðal annars að segja frá því, presturinn, að nýlega hafði hann verið að athuga fólk á dans- skemmtun. Það sem vakti sérstaklega athygli hans var að fólkið var ein- hvernveginn rótlaust og flöktandi, að því var líkast, sem það væri að leita að einhverju. Og maður nokkur kom til prestsins og spurði: Að hverju haldið þér að fólkið sé að leita? Haldið þér að það sé að leita að guði? Mér flaug í hug, þegar ég heyrði þessa spurningu, sem presturinn svar- aði víst aldrei beint, að þetta rótlausa fólk væri ef til vill á flótta undan prédikaranum, þessum mikla ógn- valdi okkar nútímamanna. Innst inni þráir hver einstaklingur, að vera það sem hann er, vera hann sjálfur, eins og barnið sem leikur sér úti í guðsgrænni náttúrunni, óþving- að og frjálst, laust við boð og hönn, isma og kennisetningar. En prédikarinn gefur engum grið. Tækni og vísindi tekur hann í þjón- ustu sína og ríður af þeim net utan um fórnarlömb sin svo að þau megi hvergi undan komast. Blöð, útvarp, auglýsingar, bækur og hverskvns hjálpartæki önnur nýt- ir hann til hins ýtrasta. Með slikum hjálpartækjum kemur hann alltaf ein- hverjum hluta af boðskap sínum ofan í hvern og einn, hvort sem hlutaðeig- anda er það ljúft eða leitt. En vegna þess, hve samkeppnin er hörð milli prédikaranna innbyrðis, má enginn þeirra slaka á klónni, eða sýna tilheyrendum nokkra miskunn eða linkind, þótt þeir séu orðnir þreyttir af því að hlýða boðskapnum. Ef einhver drægi í land, myndi annar undireins ganga á lagið og ná í bráð- ina. Þannig er slegizt um sálirnar, nótt og nýtan dag. Nú er það að vísu svo, að sumir menn telja sig þurfa á prédikara að 226
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.