Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 27
Jón Óskar
Nú er tími til að leika Hamlet
Gamankvæði
Eigum við að leika Hamlet?
Ég fœ mér lánaðan búning
hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn,
ég tek mér í hönd bók
sem ég á sjálfur
(ó, þetta gjáljur jrá gamalli bók, þetta gjáljur)
það er bók ejtir Shakespeare
og heitir Hamlet.
Ó, það var alltaj draumur minn að leika Hamlet.
Ég opna bókina,
ég geng út á tröppur,
ég lœt aftur bókina,
ég lít yjir áhorfendur
(gatan er auð, það hlustar enginn)
og segi:
Orð, orð, orð!
Síðan geng ég inn.
Ég opna bókina.
Ég geng ajtur út á tröppur.
Ég geng ofan tröppurnar og er að lesa bókina.
Þá lít ég upp og segi við áhorfendur:
Að vera eða vera ekki, það er nú það.
(Gatan er auð, það hlustar enginn)
Ég geng hcegt ejtir götunni.
Ég held á opinni bókinni.
Veðrið er kyrrt,
það er veður til að leika Hamlet.
Ég geng götu úr götu,
þar til ég hitti forsœtisráðherrann
í skrifstofu hans
við Þjóðartorgið.
Ég lít upp úr bókinni
og gýt augúm á forsœtisráðhérjann. Hánn segir:
Hvað viljið þér?
Ég segi: Hér ■> >' •
er eitthvað rotið. ■ i>
Hanh:- eruð þér nð drótta að mér?
233