Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 9
I>aS var á œskuárum
kankvís, og fór með þessa vísu eftir
Stefán:
Mún flutti ljósið framar;
ég færði það nær.
Og klæðin öll hún af sér lagði
hin átján vetra mær.
Okkur fannst þetta grátt gaman, því
að stúlkan stokkroðnaði og fór burt.
Kuldasvipur kom á dömurnar, en
fyrirmennin glottu. Ekki voru þó sam-
tölin í þessum hópi alltaf svona krass-
andi. Þarna heyrðum við í fyrsta
sinn hrókaræður um flest almenn
mál, og ýmislegt þar framyfir. Fyrir-
fólkið hafði allt lesið ritdeilu Einars
H. Kvarans og Sigurðar Nordals,
þar sem þessir andans forkólfar
deildu hart og títt um guðshugmynd-
ina og aðra okkur h'tt skiljanlega
speki. Dömurnar héldu flestar með
Einari Kvaran, en fyrirmennin með
Sigurði Nordal. Fyrirfólkið aðhyllt-
ist mest guðspeki og spíritisma í trú-
málum. Unga fólkið sinnti þeim
stefnum minna. Guðshugmynd Stef-
áns frá Hvítadal hreif okkur mörg,
af því að þar var guðræknin saman-
fléttuð ástinni:
Eg þakka af hjarta að þú ert mín —
og Guð minn góður, hann gæti þín.
Líka þóttu fallegar vísur Sigurðar
Nordals um ástina:
Aldir og andartök hrynja
með undursamlegum nið.
I'að er ekkert í heiminum öllum
nema eilífðin, Guð og við.
Samt var okkur skemmt, þegar skelm-
irinn hann Þórbergur fór að umyrkja
botninn hjá Nordal:
Það er ekkert í heiminum öllum,
utan Guð, Nordal og ég.
Einu sinni barst sú frétt frá Nor-
egi, að skáldið Kristmann Guðmunds-
son væri búinn að gefa út skáldsögu
á norsku, sem fjallaði um veru hans
sjálfs hér á hælinu forðum. Bókin
hét Ármann og Vildís. Margir kunnu
sagnir af Kristmanni frá þeim tíma,
hvernig hann hafði skrifað öllum
stundum og fullyrt að hann ætlaði að
verða frægur. Mönnum þótti virðing
og uppörvun að ferli þessa einmana
pilts, sem hafði brotizt úr fátækt og
heilsuleysi til rómaðrar skáldfrægðar
í útlöndum. Við unga fólkið litum á
Kristmann sem nokkurs konar Gunn-
laug Ormstungu endurborinn; hann
minnti á liinn svartbrýnda orðhvata
svein, sem kvað lof tignarmönnum,
og elskaði Helgu fögru, sem hann
aldrei fékk. Margir skáldhneigðir
drengir tóku sér Kristmann að fyrir-
mynd, sátu krotandi á blöð með í-
byggnum svip, og sögðust ætla að
verða frægir. -— Sögu Kristmanns
var tekið með geysilegri eftirvænt-
ingu, og þegar bókin loksins kom,
var bókstaflega rifizt um hana.
Dægurlög þessara ára voru full
viðkvæmni og klökkva. Við vorum
svo heppin, að mörg þessara laga
féllu einkar vel að sumum ljóðum
215