Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar
hagur og orðglaður; list hans minnir oft á
útskurð. Ilann getur lýst einstökum atrið-
um með skýrum dráttum, en hitt skortir
stundum á, að samhengið í frásögninni
verði nægilega lífrænt eða sannfærandi.
Manni getur stundum dottið í hug, að
hefði Gunnar verið uppi fyrir þúsund ár-
um, þá hefði hann annaðhvort lagt stund á
að skera út myndir, sem endursögðu goð-
sögur eða hetjusögur, ellegar þá yrkja
dróttkvæði um slíkar myndir. Hugsjónir
Gunnars ráða of mikið yfir frásögninni.
Hugmyndir hans um mannlegar dyggðir
eru stundum nokkuð þröngar. Þetta á í
rauninni við um margar sögur hans, en
flestar þeirra eru að einhverju leyti sögu-
legar skáldsögur.
Fjallkirkjan er undantekning, og hér nýt-
ur Gunnar sín til fulls. Skáldinu lætur sem
sagt miklum mun betur að fjalla um það
stef, sem sótt er til minninga hans sjálfs,
en hitt stefið, sem þegið er úr bókum og
reynslu annarra manna. Fjallkirkjan er
dýrðarverk, og þau eru ekki mörg bók-
menntaafrek íslendinga, sem hægt er að
taka til samanburðar.
Heildarútgáfa af skáldsögum Gunnars
Gunnarssonar má kallast hið þarfasta verk,
og hin nýja útgáfa er yfirleitt vel úr garði
gerð. Þó kann ég illa við biblíusvartan
kjölinn með gylltum stöfum. Slíkt á ef til
vill ekki illa við sumar sögulegu skáldsög-
umar, en er þó í hróplegu ósamræmi við
innsta kjamann í list skáldsins, þar sem
honum tekst bezt upp. Og þótt hægt sé að
sætta sig við þenna gljádökkva og letur-
gullna svip á kili Borgarættarinnar, þá
stingur biblíuliturinn í stúf við heiðríkj-
una í Fjallkirkjunni.
Prýðilegt var að fá skrá Haraldar Sigurð-
arsonar um rit Gunnars Gunnarssonar, því
að af henni er hægt að fylgjast nokkuð með
ferli skáldvíkingsins austur í löndum og
síðan heima eftir útlegðina. Ritskráin er
einstaklega þörf fyrir þá sök, að ritsafninu
fylgir engin önnur greinargerð um skáldið
og list hans. Mér hefði fundizt einkar vel
til fundið, ef Gunnar Gunnarsson hefði
sjálfur fylgt þessu safni úr hlaði með rit-
gerð um afstöðu sína til skáldsagnagerðar.
Margar skáldsögur Gunnars vora frum-
samdar á annariegri tungu, og birtust síðar
á íslenzku í þýðingu ýmissa manna. í hópi
þeirra, sem snöruðu skáldsögum Gunnars á
móðurmálið, eru sumir fremstu þýðendur
vorir, svo sem Halldór Kiljan I.axness, Ja-
kob Smári og Magnús Ásgeirsson. Þýðing-
arnar njóta þess að sjálfsögöu, hve mikil-
hæfir rithöfundar lögðu þar hönd á verkið.
Fjallkirkjan íslenzka hefði vafalaust orðið
nokkuð önnur, ef einhver annar en Halldór
Kiljan Laxness hefði snarað henni á ís-
lenzku. En allt um það er stíll Gunnars
Gunnarssonar svo persónulegur og magn-
aður, að engum fær dulizt sú mikla skáld-
sýn, sem Gunnar einn hefur skynjað, þótt
öðrum mönnum hafi auðnazt áð leiða þakk-
láta lesendur í hugarheima skáldsins.
Löngu eftir að þeir hafa látið frá sér bæk-
urnar, þá bergmála í hugum þeirra einstök
atvik, stemningar og lýsingar, á svipaðan
hátt og ódauðlegum þjóðkvæðum verður
ekki gleymt. Hver hefur byrjað bók jafn-
glæsilega og Gunnar í Leik aS stráum og
haldiÖ sama tóni og blævi að sögulokum?
„Þau ár, þegar ég enn var ungur og sak-
laus ... þegar ég grillti ekki í kvöldið á
morgnana og sat öruggur í skjóli undir
grasi grónum moldarvegg; þau ár eru lið-
in og koma aldrei aftur.“ 1 Fjallkirkjunni
er ekki einungis lýst ótal horfnum og dýr-
mætum atvikum og tilfinningum, heldur er
þetta allt ein sönn og h'fræn heild, sárs-
aukakennd og hugljúf í senn. SkáldverkiÖ
þroskast og vex á jafnóumflýjanlegan hátt
og lífið sjálft.
Hermann Pálsson.
294