Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 51
Sigurbjörn Sveinsson Hann stendur svona þögull líkt og á bæn. Síðan rýkur hann í hurðina sem liggur að loftstiganum, hleypur upp stigann með dramatísku offorsi svo und- ir tekur í öllu húsinu. Svo er dauðaþögn og ég bíð. Að vörmu spori kemur hann aftur niður stigann eins og skriða, skellir aftur hurðinni, leggst á hana móður eftir hlaupin og hlustar. Ekkert hljóð nema vindurinn útifyrir. Hann er með þykka og stóra bók undir hendinni. Nú gengur hann fram fyrir mig heldur bókinni fast að barmi sér og segir: Vinur minn, þessi saga hefst á þá leið að vorkvöld eitt fyrir mörgum árum er ég á göngu eftir Bankastræti, það er yndislegt veður eins og það getur bezt verið á okkar góða landi og því gaman að spóka sig. Allt í einu sé ég hvar kemur á móti mér ungur gjörvi- legur maður, ljóshærður, bláeygur. Og þá er sem hvíslað sé að mér: þessi maður býr yfir leyndardónii sem þú verður að kynnast, og áður en ég veit af tek ég ofan fyrir þessum ókunna manni, býð gott kvöld og næstum hvísla að honum: Eg bið afsökunar herra minn, en þér búið yfir leyndarmáli, miklu leyndarmáli. Ég, segir maðurinn, nei nú skjátlast yður. Hann var vingjarnleg- ur, en í augum hans sá ég að hann sagði ekki satt. Mér hefur aldrei skjátlazt. í þessu, sagði ég, en bið yður innilega afsökunar á framhleypni minni. Það er ekkert að afsaka, sagði maðurinn og brosti góðlátlega. Þá hvessti ég á hann augun og sagði: Þér treystið mér ekki núna, en ef yður kynni að snúast hugur þá bý ég á Vesturgötu þetta sem ég tiltók. Maðurinn kinkaði kolli og síðan gengum við hvor sina leið. Kvöldið eftir sat ég heima og var að sýsla við penna, og hafði alveg gleymt þessu frá kvöldinu áður. Þá er bankað uppá hjá mér. Kom inn, segi ég í þessum vanatóni. En það kemur enginn inn. Ég legg við hlustir. Þá er aftur drepið á. Ég þríf upp hurðina og viti menn; þarna stendur hann þessi ljóshærði föngulegi maður og drúpir höfði. Það gleður mig að sjá yður segi ég, gjörið svo vel. En í stað þess að svara réttir hann mér úttroðna leðurtösku sem hann bar í hendi og segir: Þér höfðuð á réttu að standa. Ég lána yður þessa tösku nákvæmlega einn sólarhring, þér megið kynna yður innihald hennar, en þegar ég kem aftur ætla ég að biðja yður að hafa til reiðu eldspýtur og oliulögg, góða nótt. Og áður en mig varði var maðurinn horfinn en ég stóð eftir með töskuna í hendinni. Hvað var í töskunni? Ég lagði hana á borðið, gekk nokkur skref aftrábak og starði á hana. Leyndarmál mannssálar? Morð — rán — glæfrar ... Hún var svo út- troðin að lásinn hélt henni varla saman. Ég brann í skinninu en tímdi þó varla að ljúka henni upp. Kannski væri fyrir beztu að hætta við allt saman. Að lok- um réðist ég á töskuna. í henni voru tveir bréfabögglar, annar bundinn með rauðu silkibandi hinn með svörtu. Ég leysti utan af þeim með rauða bandinu. 17 TMM 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.