Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 47
Gullbrúðkaup
GUÐBJÖRG: Við eigum þá gullbrúðkaup í dag?
ANANÍAS: Já .. . við ... það leynir sér sveimér ekki.
GUÐBJÖRG: Hja, ég skal segja ykkur ... hvurnig gat það farið framhjá
okkur?
ananÍas: Tja ... ég veit það ekki ... ég hefði nú sjálfsagt átt að fylgjast
með því ...
guðbjörg: Þú hefur nú ýmislegt annað að hugsa ... skákin ukkar ... það
hefði nú ekki verið ofverkið rnitt ... að fylgjast með því.
ANANÍAs: Þú ert nú ekki svoleiðis til heilsunnar, Gugga ... rúmföst mann-
eskjan.
guðbjörg: Eg hefði nú getað haft almanakið hér yfir rúminu minu ... það
er ekki það mikið sem á manni mæðir nú-orðið ... hefði ég haldið ...
ANANÍAS: Ég skil ekkert í mér . .. ég hlýt að vera farin að kalka ...
GUÐBJÖrg: Hehe, en ég þá ... konur eiga nú að muna sonalagað frekar en
kallmenn ... hehe. Það er nú okkar að muna sona lagað ... maður veit
nú hvurnig þessir kallar eru ...
ananías : Hefði ég bara haft hugsun á því ... þá hefði ég getað gert eitt-
hvað ...
GUÐBJÖRG: Ananías?
ananías: Já?
guðbjörg: Frá hvurjum var skeytið?
ANANÍAs: Já ... ég var ekki kominn það langt ... bíddu við . .. það datt
á gólfið hjá mér.
GUÐBJÖrg: Það hefur þá einhver munað eftir okkur.
ANANÍAS: Já, einhver hefur munað eftir okkur, hvur skyldi það nú vera ...
hérna kemur það ... en heyrðu annars, mixtúran þin ... það má ekki
dragast lengur ...
guðbjörg: Æ, það er ekki svo nauið ...
ananÍas : Hérna, taktu nú skeiðina sem eftir er ... og töflurnar ... og svo
... og svo les ég skeytið upphátt fyrir okkur ... allt.
guðbjörg: Gullbrúðkaup ... á dauða mínum átti ég von ... gull.
ANANÍAS: Ég sé það núna ... hún er grænleit ...
guðbjörg: Ha? Hvur er grænleit?
ANANÍAS: Mixtúran ... það fer ekki milli mála ... eins og gall.
GUBBJÖRg: Gall? Er það ekki gulleitt?
ANANÍAS: Nei, er það ekki grænleitt? Það hefði ég haldið ...
253