Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar
guðbjörg: Á tveggja tíma fresti, sagði læknirinn, Ananías ... og þaS eru
komnar tíu mínútur ... á tveggja tíma fresti, það má ekki bregðast... yzt
á hillunni sagði ég, Ananias, mixtúran.
ananías : Æ-tja ... þetta græna gutl, þetta hér, huh?
GUÐBJÖRG: Það er ekki grænt, Ananias ... það er alls ekki grænt ... það á
ekki að vera grænt...
anani'as: Það er nú samt grænt ... hana ... skeiÖina hefurðu þarna hjá
þér ...
guðbjörg: Tvær matskeiðar á tveggja tíma fresti ... a-pú ... og svo eru
það töflurnar, Ananías ... töflurnar á ég að taka eftir hálftíma, sagði
hann ...
ANANÍAS: Jæja, sagði liann það. Já, þessu gæti ég trúað.
guðbjörg: Æ, þú verður að renna í skeiðina fyrir mig, Ananías ... það er
rétt svo að ég get risið upp við dogg . . .
ananías : Dogg. Dogg. Dogg ... Mér sýnist þú nú geta risið upp við dogg.
guðbjörg: Eg sagði það væri rétt svo að ég gæti risið upp við dogg ... Ég
sagði ekki ég gæti ekki risið upp við dogg ... en þú verður að renna í
skeiðina fyrir mig, Ananías ... tvær matskeiðar, sagði hann.
ananías: Já, ætli sé ekki nokk sama hvað hann sagði ... fólk lifir og deyr
hvað sem þeir segja . ..
guðbjörg: Þetta er ekki grænt, Ananías ...
ananías: Hu ... ha?
GUÐBJÖRG: Þú sérð það sjálfur, Ananías, þetta er hreint ekki grænt ... þú
sérð það núna.
anani'as: Jæja, er það ekki grænt? Hvað er það þá?
guðbjörg: Nú — þú sérð það sjálfur.
ananías: Hvað er það þá, ef það er ekki grænt? Sona — kingdu ...
guðbjörg: Það er ekki grænt — (svelgis á, grgrlgluggrll). Þarna léztu mér
svelgjast á ... 0, Jesús minn í himninum .. ahh!
ananías: Þér er nær ...
guðbjörg: Er mér nær? ...
Ananías: Já, þér er nær að þegja meðan þú kingir ... rétt á meðan ... Hana,
nú er það seinni skeiðin.
GUÐBJÖRG: Þessi fór öll til spillis ... ég verð að fá í hana aftur!
ANANÍAS: Ég held þú getir fengið í hana aftur, sona, taktu nú þessa!
guðbjörg: Þá er þetta ekki seinni skeiðin.
ANANÍAS: NÚ?
238