Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 98
Til félagsmaima • í Því miður eru tvö síðustu liefti Tímaritsins seinna á ferðinni en vera ætti, og tjáir ekki að telja upp orsakir þess seinlætis hér. Ritstjórnin verður að láta sér nægja að biðja félagsmenn að sýna dálitla biðlund, og lofa að 4. hefti árgangsins komi mjög íljótt upp úr áramótunum. Það er bót í máli að báðar félagsbækur þessa árs, Forseti lýfiveldis- ins og Ofvitinn koniu út á góðum tíma, sú fyrrnefnda snemrna í vor en Ofvitinn í október. Því ber ekki að leyna að Forscti lýðveldisins hefur fengið nokkuð misjafnar viðtökur, cnda hefur slíkt stundum viljað brenna við áður þegar Mál og menning hefur boðið félagsinönnuin sínum upp á sum nýstárlegustu og sönnustu skáldverk nútímabókmennta. llins er þó rétt að gela að margir hafa einnig lýst aðdáun sinni á þessari mikilfenglegu skáldsögu, og engin ástæða er lil að ætla annað en hún muni öðlast auknar vinsældir, cnda er það oft svo að þau skáldverk sem ýta harkalega við mönnum í fyrstu verða þeim dýrmætari þegar fram líða stundir beldur en hin sem þeir innbyrða eins og ekkert sé. Um Ofvitann er aftur á móti óhætt að segja að honum hafi verið mjög vel tekið af öllum þorra félagsmanna, enda vart bugsanleg öllu ákjósanlegri bók til útgáfu handa bókmenntafélagi eins og Máli og menningu. Útgáía Heimskringlu á árinu er að verða lokið' um það leyti sem þetta hefti fer í prentun, og er sannast sagna að bún liefur ekki oft verið jafnari að gæðum en þetta árið. Þar er fyrst að telja þriðja bindi Shakespeare-þýðinga Ifelga Hálfdanarsonar, sem áreiðanlega verða metnar sem eitlhvert mesta bókmenntaafrek þessara tíma, enda hefur þeini verið óspart hrósað af öllum sem vit hafa á. Ætlunin er að fjórða bindi þessara þýðinga og jafnframt hið síðasta (að minnsta kosti um sinn) komi út á næsta ári. Þá eru tvær ljóðabækur, önnur eftir eitt höfuðskáld Islendinga nú á tímiim: Jóhannes úr Kötlum, hin eftir það skáld hinnar yngstu kynslóðar sem einna mestum árangri hefur náð í list sinni: Þorstein frá Hamri. Leik/öng leiðans eftir Guðberg Bergsson hafa vakið óskipta athygli bókmenntamanna, og gagnrýnendur hafa lýst furðu sinni á því að Jakob- ína Sigurðardóttir, sem þeir héldu að væri „bara“ ljóðskáld, gæti líka samið merkilegar sögur. Þá er ótalin bók Magnúsar Kjarlanssonar um Kína, sem varla verður talin ómerk- ari viðburður en Ilyltingin á Kúbu, og loks skal nefnd bók Sigurjóns Björnssonar sál- fræðings, Úr hugarheimi, þættir um afbrigðilega og klíníska sálarfræði. Stjórn Máls og menningar hefur þegar til alhugunar flcstar útgáfubækur næsta árs, og verður skýrt frá cinhverjum þeirra í næsta hefti. 304
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.