Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 41
Gullbrúðkaup ANANÍAS: Hana, opnaðu nú munninn og þegiðu ... (Barið að dyrum). GUÐBJÖRG: Nú er barið aftur, Ananías! Hvurslags gestagangur er þetta! ANNAÍas: Opnaðu munninn og þegiðu! guðbjörg: Gáðu hvur er að koma. Ananías! Og þú hefur ekki einu sinni sópað í dag! ANANÍAS: Ætlarðu láta mig missa þetta niður í annað sinn ...! guðbjörg: Greiðubrotið mitt er þarna einhverstaðar í skúffunni ... ég er eins og rytja ... greiðan mín, Ananías, gáðu hvur þetta er! Ananías! (Dyrnar opnast). helga (í gœttinni): Ó, fyrirgefiði, þið hafið víst ekki orðið vör við kærast- ann minn, hann heitir Ólafur Jónsson og leigir hér uppi á lofti og hann var búinn að bjóða mér á bíó og við áttum að hittast úti á horni ... cuðbjörg: Hvað er hún að segja, Ananías? Og þú stendur þarna eins og þvara með skeiðina í hendinni! helga: Mér datt kannski í hug hann hefði litið hér inn ... það var opið hjá honum svo hann hefur varla farið langt! ananías : Góða kvöldið, heillin mín ... kondu innfyrir ... gjörðu svo vel og gáttu í bæinn ... þú átt kollgátuna ... hann er hér einmitt! guðbjörg: Á ég bara alls ekki að fá seinni skeiðina mína!! ananÍas: Vert’ alls ekki feimin, telpa mín, stígðu inn fyrir þröskuldinn. guðbjörg: Ananías! helga: Ó, hún liggur gamla konan. Er það eitthvað alvarlegt? ananías : O-seiseinei ... það er einhver lurða í henni. GUÐBJÖRG: Lurða segir hann og ég búin að vera við rúmið frá því um langa- föstu í hitt eð fyrra, gigtin búin að beygja mig, æðakölkun, heyrnardeyfa, brjóstverkur og svo er það ristillinn! Ólafur (kemur með vatnið): Ó, sæl og bless, elskan, fyrirgefðu ... helga: Óli þó! Þú hefur kanski verið búinn að gleyma við ætluðum á bíó! ólafur : Neinei, hehe, sko elskan mín, það var nefnilega bilaður miðstöðvar- ofninn uppi í herberginu mínu, svo ég skrapp hingað að fá heitt vatn í ketilinn . .. þetta er hehe, sko, kærastan mín. ananías: Gæfulega lízt mér á hana, stúlkuna ... jahá ... híhí ... þú átt þá eftir að verða sambýliskona okkar, híhí. guðbjörg: Mixtúran mín, Ananías! helga: Nei, við erum sko að byggja inn í Vogum. í blokk! Fínni blokk! anani'as: Já. Jahá ... 247
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.