Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 41
Gullbrúðkaup
ANANÍAS: Hana, opnaðu nú munninn og þegiðu ...
(Barið að dyrum).
GUÐBJÖRG: Nú er barið aftur, Ananías! Hvurslags gestagangur er þetta!
ANNAÍas: Opnaðu munninn og þegiðu!
guðbjörg: Gáðu hvur er að koma. Ananías! Og þú hefur ekki einu sinni
sópað í dag!
ANANÍAS: Ætlarðu láta mig missa þetta niður í annað sinn ...!
guðbjörg: Greiðubrotið mitt er þarna einhverstaðar í skúffunni ... ég er
eins og rytja ... greiðan mín, Ananías, gáðu hvur þetta er! Ananías!
(Dyrnar opnast).
helga (í gœttinni): Ó, fyrirgefiði, þið hafið víst ekki orðið vör við kærast-
ann minn, hann heitir Ólafur Jónsson og leigir hér uppi á lofti og hann var
búinn að bjóða mér á bíó og við áttum að hittast úti á horni ...
cuðbjörg: Hvað er hún að segja, Ananías? Og þú stendur þarna eins og
þvara með skeiðina í hendinni!
helga: Mér datt kannski í hug hann hefði litið hér inn ... það var opið
hjá honum svo hann hefur varla farið langt!
ananías : Góða kvöldið, heillin mín ... kondu innfyrir ... gjörðu svo vel og
gáttu í bæinn ... þú átt kollgátuna ... hann er hér einmitt!
guðbjörg: Á ég bara alls ekki að fá seinni skeiðina mína!!
ananÍas: Vert’ alls ekki feimin, telpa mín, stígðu inn fyrir þröskuldinn.
guðbjörg: Ananías!
helga: Ó, hún liggur gamla konan. Er það eitthvað alvarlegt?
ananías : O-seiseinei ... það er einhver lurða í henni.
GUÐBJÖRG: Lurða segir hann og ég búin að vera við rúmið frá því um langa-
föstu í hitt eð fyrra, gigtin búin að beygja mig, æðakölkun, heyrnardeyfa,
brjóstverkur og svo er það ristillinn!
Ólafur (kemur með vatnið): Ó, sæl og bless, elskan, fyrirgefðu ...
helga: Óli þó! Þú hefur kanski verið búinn að gleyma við ætluðum á bíó!
ólafur : Neinei, hehe, sko elskan mín, það var nefnilega bilaður miðstöðvar-
ofninn uppi í herberginu mínu, svo ég skrapp hingað að fá heitt vatn í
ketilinn . .. þetta er hehe, sko, kærastan mín.
ananías: Gæfulega lízt mér á hana, stúlkuna ... jahá ... híhí ... þú átt þá
eftir að verða sambýliskona okkar, híhí.
guðbjörg: Mixtúran mín, Ananías!
helga: Nei, við erum sko að byggja inn í Vogum. í blokk! Fínni blokk!
anani'as: Já. Jahá ...
247