Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar izt, að þar væri djúp á milli. Nýlega las ég bréf frá Pasternak til eins frönsku- þýðanda síns. Þetta bréf var birt í tímaritinu Esprit. í bréfi þessu reynir hann að fá þýðandann ofan af því að birta eldri kvæði eftir sig. Mér er sagt, að þegar fólk vildi fá hann til að tala um fyrri bækur sínar, þá hafi hann skorazt undan því og fullyrt, að allt sem hann hefði áður ort væri ekki annað en æf- ingar og undirbúningur að því eina ritverki sínu sem einhvers væri um vert og hann hefði þá lokið nýlega, skáldsögunni Zívago lœknir. (í þessu og fleiru varð Pasternak á sama skyssan og mörgum öðrum listamönnum. Hér dettur mér í hug Gogol sem taldi Eflirlitsmanninn og fyrrihlutann af Dauðum sálum lítilsigld verk, og hélt hann hefði fundið réttu leiðina, þegar hann byrjaði á síðari hlutanum.) Það hryggði mig að lesa handritið að Zívago lœkni. Pasternak skrifaði einusinni: „Hæfileikaskortur manns til að finna og segja sannleikann er galli sem aldrei er hægt að fela, af hversu mikilli snilld sem logið er.“ Það sem mér fannst mest áberandi í skáldsögunni var, hve hún var listrænt ósönn. Ég er sannfærður um að Pasternak skrifaði hana eftir beztu sannfæringu; þar eru nokkrar undursamlegar síður um náttúruna og um ástina; en höfundurinn ver of mörgum síðum til að fjalla um hluti sem hann aldrei heyrði né sá. Nokkrum dásamlegum kvæðum er skeytt aftan við skáldsöguna; þau verða enn til að undirstrika þá ónákvæmni í andanum sem óbundna málið vitnar um. Áður hafði mér aldrei tekizt að sannfæra ljóða-unnendur erlendis um það, að Pasternak væri mikið skáld. (Þetta á auðvitað ekki við um nokkur mikil ljóðskáld sem sjálf kunnu rússnesku: Rilke talar af hrifningu um skáldskap Pasternaks þegar árið 1926.) Frægðin kom til hans innum aðrar dyr. Einu- sinni hafði hann skrifað: „... Ég hef tapað áttunum: þetta er ekki rétta borg- in og ekki rétta miðnættið.“ Ég var í Stokkhólmi, þegar lætin hófust útaf Nóbelsverðlaununum. Ég gekk um göturnar og sá fregnmiða dagblaðanna: þar var aðeins eitt nafn. Ég skrúfaði frá útvarpinu til að skilja, hvað um væri að vera, og þar gat ég að- eins greint eitt orð: Pasternak. Allt þetta var grenjandi sovétfjandsamlegur áróður, ennþá eitt tilbrigðið i kalda stríðinu. Ekki rétta borgin, ekki rétta miðnættið. Og ekki rétt tegund af frægð: ekki sú frægð sem Pasternak verð- skuldaði. Ég er sannfærður um, að það var enganveginn ætlun Pasternaks að vinna landi okkar tjón. Sök hans var einungis fólgin í þeirri staðreynd, að hann var Pasternak; það er að segja, þótt hann bæri frábært skyn á einn hlut, þá 268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.