Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 90
Tímarit Múls og menningar Sveinn Víkingur segir í stuttum en greinar- góðum formála, að sér hafi verið vandinn ljós og hann hafi því tekizt verkið á hend- ur „með hálfum huga“, en hókinni snéri hann úr ensku og dönsku. Engu að síður held ég, að um þýðingu hans sé flest gott að segja og honum hafi tekizt allvel eftir atvikum. Sveinn er nokkuð reyndur þýð- andi orðinn, gengur auðsjáanlega til verks af samvizkusemi, hefur ágætan orðaforða, laus við alla tilgerð, en smekkvís. — Hitt er svo annað mál, að jafnvel svo ágætan mann geta ásótt draugar. Fyrirgefið ég skuli nefna það, en á stöku stað í þýðing- unni þóttist ég verða var við reimleika, einkum í hinum myrku köflum framan af bók. Þannig grillti ég í afturgöngu eina á bls. 20, sem er furðu lífseig þrátt fyrir vilja góðra manna til að kveða hana niður, og nefnist hún Ekki Ósjaldgæft. Neðarlega á bls. 70 minnist ég einnig að hafa séð annan draug, tvíefldan, danskrar ættar, og heitir sá Fyrir Augnabliki Síðan. — En þetta sannar aðeins, að menn skulu vara sig þeg- ar þeir afneita framhaldslífi, einnig í máls- sögulegum skilningi, og nefni ég þetta síð- ur en svo sem einkenni á rithætti séra Sveins yfirleitt. Sömuleiðis má geta þess, að prófarkalestur hefði mátt vera betri, en hroðvirkni í þeirri iðju er þeim mun aug- ljósari sem á líður bókina. Það er mikill fengur að sögu þessari á íslenzka tungu, ekki aðeins vegna þess hve ágæt hún er í alla staði og að Ivo Andric var okkur ókunnur áður (nema hvað við vissum að hann hafði fengið nóbelsverð- laun hér um árið), heldur einnig vegna hins, að bókmenntir þjóðanna á Balkan- skaga eru okkur lítt sem ekkert kunnar, a. m. k. ekki þær nýrri. Saga sem þessi er um leið þjóðlífslýsing, stórbrotin og sannfær- andi. Ég minnist þess ekki að hafa lesið aðra hetri í söguformi frá því ég las Krist- ur nam staðar í Eboli, eftir Carlo Levi. Segja mætti mér, að þegar ýmsir aðrir nó- belshöfundar verða gleymdir muni Ivo Andrics enn verða getið; og um leið og önnur nýtízkulegri skáldverk síðari tíma detta uppfyrir eigi Drinubrúarannáll hans eftir að lifa enn um sinn. Hann hefur tím- ann með sér. Elías Mar. Frönsk ljóð ók þessi1 skiptist þannig: Fyrst er for- máli þýðandans, þar sem hann gerir nokkra grein fyrir þrónn franskrar nútíma- ljóðlistar og þó einkum þeim skáldum, sem kynnt eru í bókinni; síðan fylgja þýðingar á nokknim ljóðum eftirtalinna sex höfunda í þessari röð: Charles Baudelaire (5 bls.), Comte de Lautréamont (9 bls.), Arthur Rimbaud (23 bls.), Guillaume Apollinaire (6 bls.), Saint John Perse (18 bls.), Paul Eluard (7 bls.). í öndverðum formálsorðum getur höf- undur þess, að furðulegt sé, hve fátt hafi verið þýtt á íslenzku úr rómönskum bók- menntum. Er honum allmikið niðri fyrir af þeim sökum og telur hnignun íslenzkra bók- mennta á 14. öld og þó einkum eftir siða- skipti beina afleiðing þess, að samband þeirra við menningu Suðurlandaþjóða hafi þá að mestu eða öllu leyti verið fyrir bí. Telur hann Kaupmannahöfn og Norðurlönd lítt hafa verið þess megnug á þessum tíma að frjóvga íslenzkar menntir. Af þessu má ráða, hverjum augum Jón Óskar lítur þýð- ingarstarf sitt: að það sé öðrum þræði brautryðjandi og næsta mikilvægt íslenzkri menningu. Er óþarft að draga úr því. J. Ó. er mikill unnandi rómanskrar menningar og því trúaður á gildi hennar fyrir íslenzka. 1 Jón Óskar: LjóSaþýðingar úr frönsku. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1963. 119 bls. 296
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.