Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 7
ÞaS var á œskuárum
vita, hvers konar vistarvera var í
stofu A.
Þangað voru fluttir deyj andi menn
til þess að þeir gætu skilið við þennan
heim í meiri kyrrð og ró en fyrir-
fannst á venjulegum sjúkrastofum.
Ég fór að gera mér hugmyndir um
næturheimsóknina. Hér dóu svo
margir ungir, að ekki var að furða
þótt þeir ættu erfitt með að slíta sig
strax frá þessari jarðnesku tilveru.
Mikið varð ég fegin, að fá nú að
vera innanum lifandi fólk.
Hinn stóri borðsalur hælisins var
þéttsetinn, þar sem rúmt hundrað
manns sat í hópum að borðum. Þetta
fólk var nær allt á bezta aldri, lang-
flestir frá því um tvítugt og framyfir
þrítugt. Eldra fólk sást varla. Allir
voru þokkalega til fara, sumt kven-
fólkið reyndar fínt. Mér var vísað til
sætis, þar sem stórmikill virðuleika-
hlær hvíldi yfir borðhaldinu. Allir
þéruðust og réttu hvert öðru matar-
ílátin með fyrirmannlegu látbragði.
Borðræður voru álíka tiginmann-
legar og annað í fari þessa fólks. Það
ræddi um stjórnmál, um listir og
skáldskap, trúmál og tilgang lifsins.
Ég gat varla komið matnum niður
fyrir lotningu.
Brátt varð mér ljóst að heimamenn
hér skiptust í rækilega aðgreinda
flokka. Fyrst ber að telja fyrirfólkið.
— Hér var sem sé fyrirfólk. — Karl-
menn, höfðinglegir í framgöngu, tóm-
látir í tali en riddaralegir við konur.
Þeir höfðu mikið vit á skáldskap, og
vissu allt um stjórnmál. Dómar þeirra
voru óskeikulir, bornir fram af ör-
yggi þess sem gerþekkir málaefni öll.
Þá voru dömurnar. Þær voru engar
venjulegar stúlkur. Þær voru á ó-
ákveðnum aldri, allt frá því undir
þrítugt, og hver veit hvað. Dömurnar
voru alltaf prúðbúnar, vel greiddar
og óaðfinnanlega snyrtar. Þær gengu
hægt og virðulega. Hlupu aldrei við
fót, eins og við þær yngri, sem ekki
töldumst í svo ágætum flokki kvenna.
Dömurnar luku upp hurðum hægt og
hljóðlega, töluðu lágt, hlógu aldrei,
brostu aðeins. Þær þéruðu alla, jafn-
vel sínar eigin stofusystur og hver
aðra innbyrðis. Allt þeirra tal virtist
bera vott um göfuglát og fíngerð á-
hugamál. Fyrirmennin voru alltaf í
för með dömunum.
Aldrei datt mér í hug að bendla
svo upphafið fólk við ástamál. Raun-
ar gengu þau oft saraan útivið, döm-
urnar og fyrirmennin, stundum tvö
ein úti í hrauni. Þegar þau sáust
hverfa niður í einhverja lautina, þá
taldi ég víst að nú væru þau að ræða
skáldskap Einars Benediktssonar, eða
eitthvað álíka djúpsætt og merkilegt
umtalsefni.
Ég fór að veita athygli ungum pilt-
um, sem fóru einförum. Þeir gengu
háleitir, mæltu ekki orð innanum hitt
fólkið, nema þá sjaldan sem þeim
liðu af vörum ljóðabrot, vísupartar
213