Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 11
ÞaS var á œskuárum
sem átti að halda 1930. Jóhannes
skáld kom og talaði af þvílíkum and-
hita um þessa væntanlegu þjóðhátíð,
að hún hirtist fyrir sjónum okkar
sem ljómandi land, þangað sem allir
þráðu að komast. Við sáum okkur
í anda, skrýddar möttlum hlaðbún-
um í skaut niður, með gullspöng um
enni, reikandi um Þingvelli og Fögru-
brekku, með Jóhannesi úr Kötlum.
Aldrei hefur önnur slík hátíð verið
haldin síðan; jafnþráð, umrædd og
vegsömuð. Ekki einu sinni Lýðveldis-
hátíðin sjálf komst til jafns við alla
þá tilhlökkun og eftirvæntingu.
Stjórnmálin fóru yfirleitt fyrir of-
an garð og neðan hjá okkur unga
fólkinu. Nema þar sem áttu í hlut
stjórnmálamenn, sem eitthvað voru
persónulega kunnir á hælinu. Einn
þeirra var Einar Olgeirsson. Hann
hafði dvalið hér fyrir stuttu, og var
mönnum mjög minnisstæður. Engin
hafði staðizt honum snúning í rök-
ræðum um marxisma. Flestir áheyr-
enda snérust annað hvort á hans mál,
eða þögðu þunnu hljóði. Ef einhver
andmælenda virtist staður og þver í
taumi, vildi ekki láta sig, þá tók Einar
hann með sér á göngu niður í hraun.
Aldrei átti að hafa brugðizt að Einar
Olgeirsson kæmi með manninn heim
aftur sannfærðan marxista.
Samt var marxismi Einars Olgeirs-
sonar aðeins skáldlegir draumórar,
samanborið við þann kröftuglega
auglýsta veruleika sem fylgdi stjórn-
málastefnu Jónasar Jónssonar frá
Hriflu. Eiginlega vissum við ekkert
að gagni um stefnu Framsóknar-
flokksins, en því meira um Jónas
Jónsson. Hann var aldrei kallaður
manna á meðal annað en Jónas ráð-
herra. Rétt eins og enginn hefði orðið
ráðherra á undan honum.
Sú frétt fór eins og eldur í sinu
um hælið, að nú væri von á Jónasi
ráðherra, í eftirlitsför, einhvern tíma
á næstunni. Enda var Jónas Jónsson
þá heilbrigðismálaráðherra, og virt-
ist með þessari heimsókn ætla að
sýna að hann tryði betur sínum eigin
augum en annarra.
Þegar ráðherrans var von, töldu
sumir víst að þann dag yrðu okkur
bornar dýrindis krásir, líkt og á jól-
unum. Því að varla færi hælisstjórnin
að láta bera á borð venjulegan mat
eins og þann, sem framreiddur var
dagsdaglega. Við vorum farin að
raða réttunum í huganum, unz komn-
ar voru birgðir eins og í dýrindis
veizlu.
Loks kom dagurinn mikli. Bifreið
ráðherrans ók í hlað rétt fyrir hádeg-
ið. Við ætluðum út úr gluggunum af
forvitni. Ráðherrann gekk inn, blátt
áfram og yfirlætislaus. Einhverjir
forsvarsmenn hælisins tóku á móti
honum. Nú var eftirvæntingin alveg
á hástigi. Krásirnar, veizlan, hvernig
ætli að verði nú umhorfs á matborð-
unum? Loksins hringdi bjallan. Við
þustum inn og settumst hvert í sitt
217