Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 59
Skáldakynni ekki aðeins að búa við þak, heldur einnig veggi; þjóðfélagið var utanveggja í þeim heimi þar sem Pasternak lifði. Shklovskí skjátlaðist í einu, þegar hann skrifaði: „Þessi mikli og hamingju- sami inaður skynjaði aflsvið sögunnar meðal fólksins sem stóð í yfirhöfnum sínum og maulaði samlokur við afgreiðsluborðið í Blaðamannaklúbbnum.“ Pasternak bar næmt skyn á náttúruna, ástina, Goethe, Shakespeare, tónlist, gamla þýzka heimspeki og fegurð Feneyja, hann var mjög næmur á sjálfan sig og stundum á sumt annað fólk sem stóð honum nærri, en hann var aldrei næmur fyrir sögunni; hann heyrði hljóma sem aðrir heyrðu ekki, hann heyrði hjörtu slá og grasið gróa, en fótatak aldanna heyrði hann aldrei. Orðið „egosentrískur“ hefur verið svo mikið notað, að það er útþvælt; þar að auki loðir eitthvað niðrandi við það; samt sem áður get ég ekki fundið neitt annað orð. Boris Pasternak lifði ekki fyrir sjálfan sig — hann var aldrei eigingjarn maður — en hann lifði í sjálfum sér og í gegnum sjálfan sig. Ég minnist löngu liðinna samfunda okkar: tvær lestir bruna fram, hver á sínu spori. Ég vissi, að Pasternak hlustaði á mig og samt heyrði hann ekki, hvað ég sagði: hann gat ekki slitið sig burt frá sínum eigin hugsunum, til- finningum og hugmyndatengslum. Samtal við hann, jafnvel í trúnaði, var einsog tveggja manna eintal. Ég man eftir einu broslegu atviki. Sumarið 1935 sat Pasternak menningar- ráðstefnu í París. Meginhluti sovézku nefndarinnar var kominn á undan, en síðar bættust þeir Pasternak og Babel í hópinn. Pasternak var fúll, sagðist koma nauðugur og ekki kunna að halda ræður. í stuttu ávarpi sem hann flutti sagði hann, að menn ættu ekki að gá til himins í leit að skáldskap: menn áttu að beygja sig niður og leita; skáldskapurinn var í grasinu. Kannski voru það þessi orð sem hrifu áheyrendur, eða þó öllu fremur útlit hans og persónuleiki; honum var tekið með dynjandi lófataki. Nokkrum dögum síðar sagði hann við mig, að sér léki hugur á að hitta einhverja franska rithöfunda. Við ákváð- um að bjóða til hádegisverðar. Konan mín hringdi í Pasternak og sagði hon- um að koma í eitthvert tiltekið veitingahús kl. 1 e. h. Pasternak féll allur ket- ill í eld: hvers vegna svona snemma? Við skulum heldur segja klukkan þrjú. Konan mín skýrði fyrir honum, að í París borðuðu menn hádegisverð milli klukkan tólf og tvö og miðdegisverð mili klukkan sjö og níu; klukkan þrjú væru allir matsölustaðir lokaðir. Að þessum upplýsingum fengnum, tilkynnti Pasternak: „Nei, ég hef enga matarlyst klukkan eitt.“ Þetta, hve Pasternak var upptekinn af sjálfum sér (og það ágerðist með aldrinum), hindraði ekki og gat ekki hindrað að hann yrði mikið skáld. Við 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.