Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Page 59
Skáldakynni
ekki aðeins að búa við þak, heldur einnig veggi; þjóðfélagið var utanveggja
í þeim heimi þar sem Pasternak lifði.
Shklovskí skjátlaðist í einu, þegar hann skrifaði: „Þessi mikli og hamingju-
sami inaður skynjaði aflsvið sögunnar meðal fólksins sem stóð í yfirhöfnum
sínum og maulaði samlokur við afgreiðsluborðið í Blaðamannaklúbbnum.“
Pasternak bar næmt skyn á náttúruna, ástina, Goethe, Shakespeare, tónlist,
gamla þýzka heimspeki og fegurð Feneyja, hann var mjög næmur á sjálfan
sig og stundum á sumt annað fólk sem stóð honum nærri, en hann var aldrei
næmur fyrir sögunni; hann heyrði hljóma sem aðrir heyrðu ekki, hann
heyrði hjörtu slá og grasið gróa, en fótatak aldanna heyrði hann aldrei.
Orðið „egosentrískur“ hefur verið svo mikið notað, að það er útþvælt; þar
að auki loðir eitthvað niðrandi við það; samt sem áður get ég ekki fundið
neitt annað orð. Boris Pasternak lifði ekki fyrir sjálfan sig — hann var
aldrei eigingjarn maður — en hann lifði í sjálfum sér og í gegnum sjálfan
sig. Ég minnist löngu liðinna samfunda okkar: tvær lestir bruna fram, hver
á sínu spori. Ég vissi, að Pasternak hlustaði á mig og samt heyrði hann ekki,
hvað ég sagði: hann gat ekki slitið sig burt frá sínum eigin hugsunum, til-
finningum og hugmyndatengslum. Samtal við hann, jafnvel í trúnaði, var
einsog tveggja manna eintal.
Ég man eftir einu broslegu atviki. Sumarið 1935 sat Pasternak menningar-
ráðstefnu í París. Meginhluti sovézku nefndarinnar var kominn á undan, en
síðar bættust þeir Pasternak og Babel í hópinn. Pasternak var fúll, sagðist
koma nauðugur og ekki kunna að halda ræður. í stuttu ávarpi sem hann flutti
sagði hann, að menn ættu ekki að gá til himins í leit að skáldskap: menn áttu
að beygja sig niður og leita; skáldskapurinn var í grasinu. Kannski voru það
þessi orð sem hrifu áheyrendur, eða þó öllu fremur útlit hans og persónuleiki;
honum var tekið með dynjandi lófataki. Nokkrum dögum síðar sagði hann
við mig, að sér léki hugur á að hitta einhverja franska rithöfunda. Við ákváð-
um að bjóða til hádegisverðar. Konan mín hringdi í Pasternak og sagði hon-
um að koma í eitthvert tiltekið veitingahús kl. 1 e. h. Pasternak féll allur ket-
ill í eld: hvers vegna svona snemma? Við skulum heldur segja klukkan þrjú.
Konan mín skýrði fyrir honum, að í París borðuðu menn hádegisverð milli
klukkan tólf og tvö og miðdegisverð mili klukkan sjö og níu; klukkan þrjú
væru allir matsölustaðir lokaðir. Að þessum upplýsingum fengnum, tilkynnti
Pasternak: „Nei, ég hef enga matarlyst klukkan eitt.“
Þetta, hve Pasternak var upptekinn af sjálfum sér (og það ágerðist með
aldrinum), hindraði ekki og gat ekki hindrað að hann yrði mikið skáld. Við
265