Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 5
Sigurveig Guðmundsdóttir Það v ar á æskuárnm Minningar frá árinu 1928 Degi var tekið að halla og hraunið vafðist skuggum. Yfir hlíðum í austri skein stjarna á heiðum vor- himni. Hvíta húsið blasti við langt utan frá veginum. Kvöldsólin gyllti alla glugga, svo þessi stóra bygging varð beinlínis hlýleg til að sjá. Bíllinn ók inn á hlaðið, og ég steig út. Alls staðar var fullt af fólki, sumt var utan dyra, en aðrir sátu í glugga- kistum og horfðu á komumenn. Mér fannst sem allur þessi manngrúi hlyti að vera að horfa aðeins á mig. Eg varð ósköp feimin. Þegar inn var komið gat að líta fjölda manns um allan ganginn, flest ungt fólk, sumt blátt áfram fallegt. Hjúkrunarkona í hvítum skrúða brunaði framhjá, hnakkakert og hörkuleg. Ég flýtti mér á eftir henni, fannst einhvern veginn auðséð að kona þessi réði hér húsum. Þegar hún varð mín vör, snarstanzaði hún svo small í hælunum. Hún mældi mig frá hvirfli til ilja í einu augnakasti, og sagði síðan: „Farið þér upp á þriðju hæð, og gefið yður fram við hjúkrunarkonuna þar.“ Og enn geyst- ist hún áfram. Hælarnir skullu í gólf- ið, svo að glumdi undir. Ég fór að burðast með töskuna mína upp marga breiða stiga, þangað til ekki virtist lengra komizt. Þarna uppi hitti ég aldraða hjúkrunarkonu, gerólíka hinni fyrri. Hún var sjáan- lega sjóndöpur og pírði á inig aug- um. Andlitið var hrukkótt, bakið bog- ið. En ósköp var hún hlýleg, rétt eins og gömul og góð amma. „Hvað heitið þér, góða mín?“ svaraði fröken Sig- riður Magnúsdóttir fyrirspurn minni um væntanlega vistarveru. Ég sagði til mín. Hún hvimaði augum yfir einhver skjöl, sem lágu inni á borði hjá henni. „Ójá, væna mín. Það er ekkert pláss laust núna, nema hérna á stofu A.“ Hún rölti inn ganginn og ég á eftir, þangað til hún opnaði hurð á herbergi fyrir enda gangsins. Þar inni var eitt rúm upphúið og tré- bekkur með laki yfir. Fröken Sigríð- ur vísaði á skáp og hirzlur og fór sína leið. Glugginn snéri í austur. Þaðan sást yfir stöðuvatn milli hlíða, sem voru vaxnar nokkrum runnaflekkjum. Sólin var nú gengin langt til vesturs. Rauðum bjarma sló á vatnið og hæð- irnar. Kvöldið leið. Ég sat þarna ein langa stund og þótti daufleg vistin. Þegar við hjúkrunarkonan höfð- 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.