Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar Elsku hjartans ástin mín! Astarbréf, ekki um að villast, hér fyrir framan mig hafði ég innstu hugsanir tveggja elskandi sálna ... en hvernig myndi endir- inn verða? Ó, hvílíkt undur! Þvílik bréf! Ég hafði ekki lesið nema örfáar línur þegar mér varð ljóst að ég hafði í höndum mér dýrgripi sem mér bar skylda til að bjarga frá glötun. Og ég tók til að skrifa. Ég skrifaði eins og óður maður alla nóttina og allan næsta dag. Þvílík bréf — þvílík ást ... Nú þagnar sögumaður, lítur í kringum sig eins og til að ganga úr skugga uin að við séum hér aðeins tveir einir þessa næturstund, þrífur síðan til bókarinnar stóru, lykur henni sundur og segir skjálfandi röddu: Og hér getur að líta það sem ég skrifaði þessi dægur, en því miður of lítið, alltof lítið ... Hann þenur brjóstið, dregur djúpt andann, kastar á mig logandi augum, teygir höfuðið afturábak, lygnir augum og hefur síðan lesturinn. Það var ást við fyrstu sýn sem blossaði þegar uppí himinhátt bál. Hann las valdar setningar á víð og dreif til að uppljúka fyrir mér þeim brennandi hjörtum, göfgi þeirra, vizku og fávizku. Stundum glitraði tár á hvörmum hans, fegurðin og sakleysið gekk honum til hjarta, en í annan tíma bældi hann niðrí sér hláturinn yfir barna- skap þeirra. Aumingja skinnin, sagði hann, o veslingarnir, taktu nú eftir: „Engillinn minn ég er síðbúinn eins og vant er og skammarlegt hvað þetta er stutt hjá mér“; sögumaður tekur uin magann eins og til að stöðva hláturinn áður en hann kemst á stað, — taktu eftir, taktu eftir -— 87 síður. Og hún svar- ar blessunin: „Hjartkæri vinur, það er hásláttur og ég er önnum kafin svo það verður ekki nema snifsi í þetta sinn, en ég veit þú fyrirgefur mér ástin mín, ég bæti það upp seinna.“ Hvað heldurðu, og sögumaður er að springa af hlátri. 106 — eitt hundrað og sex síður ... Þvílík börn. Þvílík ást. Hann gerir hlé á lestrinum, stynur þungan, verður alvarlegur, sorgmæddur, hristir höfuðið, leggur fingur á augnalokin og segir: Ó, mannanna börn, allt er hverfult í heimi hér. Vinur minn ég fæ mig ekki til að segja þér endirinn, hann er svo dapurlegur. En það var hann, já það var endirinn sem var skráð- ur í andlit unga mannsins. Og sögumaður leggur bókina frá sér, styður á hana flötum lófa og starir framundan sér í þungum þönkum. Síðan tekur hann viðbragð, horfir á mig í trúnaði og hvíslar: Nákvæmlega klukkan átta kvöldið eftir er drepið á dyr. Það var hann. Ég rétti honum úttroðna töskuna og þakkaði honum, en hann tók við lienni dapur í augum og sagði: Nú ætla ég að biðja yður að ganga með mér lítinn spöl og hafa meðferðis það sem ég bað um í gærkvöldi. Síðan gengum við út í sumarkvöldið og sem leið ligg- ur suður í Öskjuhlíð þar sem heitir Beneventum. Hvorugur sagði orð. Það var blítt veður og sólin átti skammt til hvarfs þegar við staðnæmdumst. Hann 258
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.