Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar segjum oft, og þá eins mikiö af vana, að rithöfundur verði að hafa góða at- hugunargáfu. í dagbókum A. N. Afínogenovs sem nýlega hafa verið gefnar út má lesa þessa fróðlegu athugasemd: „Ef snilli rithöfundarins væri fólgin í athugunargáfu almennt, þá mundu læknar og rannsóknardómarar, kennarar og lestarverðir, flokksnefndarritarar og herforingjar vera beztu rithöfund- arnir. Samt er þessu ekki þannig farið, því snilli rithöfundarins er fólgin í hæfileikanum til að athuga sjálfan sig.“ Afínogenov hefur rétt fyrir sér, þegar hann hafnar hinum gamla skilningi á „athugun“; lífsreynsla höfundarins og það sem hann hefur tileinkað sér er hvort tveggja mjög mikilvægt við per- sónusköpun í skáldsögu og leikriti: því aðeins getur höfundurinn skyggnzt inní hugarheim annarra manna að hann þekki og þar af leiðandi skilji þá tilfinningu eða ástríðu sem um er að ræða. En listinni er margvíslega háttað. í ljóðrænu kvæði birtir skáldið okkur hug sinn; það er sama, hve frumlegur hann er, tilfinningar hans — hvort heldur það er fögnuður á vordegi eða skynjun á óhjákvæmileik dauðans, gleði ástarinnar eða vonbrigði — þessar tilfinningar munu þúsundir eða milljónir annarra manna skilja. Tjútsjev þurfti ekki að virða fyrir sér aldraða menn sem brunnu af ást, þegar hann orti: „Ó, hve ást okkar er á ævikvöldinu miklu blíðari, miklu ákafari“: honum var nóg að kynnast hinni ungu Deni- sjevu, þegar ævi hans sjálfs var tekið að halla. Þegar Tsjekhov á yngri árum lýsti vináttu gamla prófessorsins og skj ólstæðings hans í Leiðinlegri sögu, þurfti til þess mjög mikla þekkingu á fólki, tilfinningum þess, venjum, lyndis- einkunnum, talsmáta og jafnvel klæðaburði. Boris Pasternak, einn hinna fremstu ljóðrænu skálda á okkar tímum, var einsog sérhver listamaður tak- markaður af sínu eigin eðli; þegar hann reyndi í skóldsögu að lýsa öðrum mönnum í tugatali, heilu tímabili, andrúmslofti borgarastyrjaldarinnar og herma eftir samtöl manna í járnbrautarlestum, hlaut honum að mistakast: hann gat aðeins séð og heyrt sig sjálfan. Sú ráðgáta sem örlög annarra manna oft og tíðum eru var honum mikið íhugunarefni, einkum síðustu árin. í sjálfsævisögu sinni reynir hann að gera sér grein fyrir tilfinningum Majakovskís, Maríu Tsvétajevu og Fadejevs á dauðastundinni. Þegar ég las þessar getgátur hans, varð ég einhvern veginn klumsa: Pasternak hafði mjög stórt hjarta, en honum var ekki gefinn lykill- inn að hjörtum annarra manna. Ég mundi ekki láta mér detta í hug að fara að koma með getgátur um til- finningar hans sjálfs síðustu órin sem hann lifði; á því tímabili hitti ég hann aldrei, og jafnvel þótt svo hefði verið, er óvíst að ég hefði orðið nokkurs vís- 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.