Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar En nú var höggstaður á Þorgeiri, hann kenndi til í fætinum og gat kennt meira til, ef vel væri hnykkt í. Og væri hann einu sinni kominn í geðshræringu, var ekki vonlaust að orka á tilfinningar hans, láta hann gleyma þessari óþolandi dómgreind um stundar sakir. Það er auðveldara að fá mann til þess að sveiflast frá einni tilfinningu til annarrar en vekja tilfinningu upp úr þurru afskipta- leysi ...“ Hér hefur Nordal beitt sál- fræðilegri skarpskyggni sinni á að- dáunarverðan hátt, og vissulega er mikill fengur að slíkum athugasemd- um frá penna hans. En skilningur nú- tímasálfræði er ekki einhlítur til skýringar á bókmenntum fyrri alda, og ummæli Nordals hefðu miklu ineira gildi, ef hann hefði bent á ein- hvern miðaldahöfund máli sínu til stuðnings. Eins og ég gat um hér að framan, er oft gott að styðjast við rit Bern- ards frá Clairvaux, þegar skýra þarf bókmenntaleg vandamál í Hrafnkels sögu. Og hér kemur hann að góðu haldi. Hann minnir oss á, að heil- brigðir menn viti ekki, hvernig sjúk- um mönnum líður, og ef vér vilj- um vekja samúð manna, þá sé ráð- ]egt að láta þá finna til líkamlegs sársauka. Slíkt kallar Bernard „sam- úð af sársauka alin“. Vér gætum næstum því látið oss til hugar koma, að ráð Þorkels hafi verið sótt til þess- arar fyrirmyndar. Hann hvetur Þor- bj örn til að reyna samúðvekj andi að- ferð, sem heilagur Bemard, einn fremsti sálfræðingur miðalda, hafði mælt svo rækilega með. Skilningur þessi á ráðleggingu Þorkels fær stuðning af orðalagi sög- unnar sjálfrar. Þegar Þorgeir hefur brugðizt illa við tiltæki Þorbjarnar, segir Þorkell meðal annars: „... En það er vorkunn, frændi, þó að þér sé sár fótur þinn, er mikið mein hefir í verið. Muntu þess mest á þér kenna. Nú má og það vera að gömlum manni sé eigi ósárari sonardauði sinn, en fá engar bætur og skorti hvetvetna sjálf- an. Mun hann þess gerst kenna á sér ...“ Eins og í kenningum Bern- ards eru hér andstæður: annars veg- ar er maður, sem þarf á samúð að halda og hjálp, og hins vegar er sam- úðargjafinn, sem þolir likamlegan sársauka, áður en samúð hans sé vak- in til fullnustu. Síðar í sögunni gægist svipuð hug- mynd fram, en þó í öðru sambandi. Þeir Sámur og Þjóstarssynir hafa handtekið Hrafnkel á Aðalbóli og hóta honum pyndingum. Þá segir Þorkell: „Það höfum vér heyrt, að þú hafi lítt verið leiðitamur þinum óvinum, og er vel nú, að þú kennir þess á þér.“ Hrafnkell er látinn þola líkamlegar kvalir, en tilgangurinn er sá að minna hann á þær þjáningar, sem hann hefur valdið öðrum mönn- um með ofbeldi sínu, og láta hann finna á sjálfum sér þann harm, sem 280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.