Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1964, Qupperneq 9
I>aS var á œskuárum kankvís, og fór með þessa vísu eftir Stefán: Mún flutti ljósið framar; ég færði það nær. Og klæðin öll hún af sér lagði hin átján vetra mær. Okkur fannst þetta grátt gaman, því að stúlkan stokkroðnaði og fór burt. Kuldasvipur kom á dömurnar, en fyrirmennin glottu. Ekki voru þó sam- tölin í þessum hópi alltaf svona krass- andi. Þarna heyrðum við í fyrsta sinn hrókaræður um flest almenn mál, og ýmislegt þar framyfir. Fyrir- fólkið hafði allt lesið ritdeilu Einars H. Kvarans og Sigurðar Nordals, þar sem þessir andans forkólfar deildu hart og títt um guðshugmynd- ina og aðra okkur h'tt skiljanlega speki. Dömurnar héldu flestar með Einari Kvaran, en fyrirmennin með Sigurði Nordal. Fyrirfólkið aðhyllt- ist mest guðspeki og spíritisma í trú- málum. Unga fólkið sinnti þeim stefnum minna. Guðshugmynd Stef- áns frá Hvítadal hreif okkur mörg, af því að þar var guðræknin saman- fléttuð ástinni: Eg þakka af hjarta að þú ert mín — og Guð minn góður, hann gæti þín. Líka þóttu fallegar vísur Sigurðar Nordals um ástina: Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið. I'að er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, Guð og við. Samt var okkur skemmt, þegar skelm- irinn hann Þórbergur fór að umyrkja botninn hjá Nordal: Það er ekkert í heiminum öllum, utan Guð, Nordal og ég. Einu sinni barst sú frétt frá Nor- egi, að skáldið Kristmann Guðmunds- son væri búinn að gefa út skáldsögu á norsku, sem fjallaði um veru hans sjálfs hér á hælinu forðum. Bókin hét Ármann og Vildís. Margir kunnu sagnir af Kristmanni frá þeim tíma, hvernig hann hafði skrifað öllum stundum og fullyrt að hann ætlaði að verða frægur. Mönnum þótti virðing og uppörvun að ferli þessa einmana pilts, sem hafði brotizt úr fátækt og heilsuleysi til rómaðrar skáldfrægðar í útlöndum. Við unga fólkið litum á Kristmann sem nokkurs konar Gunn- laug Ormstungu endurborinn; hann minnti á liinn svartbrýnda orðhvata svein, sem kvað lof tignarmönnum, og elskaði Helgu fögru, sem hann aldrei fékk. Margir skáldhneigðir drengir tóku sér Kristmann að fyrir- mynd, sátu krotandi á blöð með í- byggnum svip, og sögðust ætla að verða frægir. -— Sögu Kristmanns var tekið með geysilegri eftirvænt- ingu, og þegar bókin loksins kom, var bókstaflega rifizt um hana. Dægurlög þessara ára voru full viðkvæmni og klökkva. Við vorum svo heppin, að mörg þessara laga féllu einkar vel að sumum ljóðum 215
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.