Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 108
Tímarit Máls og menningar átökum við fjandmenn sína í Afríkn og Asíu eða rómönsku Ameríku sem líta á Sovétríkin sem vin sinn og verndara. Undir venjulegum kringumstæðum kemur þessi mótsögn ekki fram í dagsljósið. Sovétríkin vinna að því að draga úr spennunni og ná samkomuiagi við Bandaríkin; og þau láta vinum sínum í Afríku og Asíu og á Kúbu í té hjálp og vopn. En fyrr eða síðar skap- ast hættuástand og þá standa Sovétleiðtog- arnir frammi fyrir mótsögn stefnu sinnar. Þeir verða þá að velja milli bandamanna sinna og skjólstæðinga sem vinna gegn status quo, og sinni eigin hollustu við status quo. Þegar valið verður ekki lengur umflúið, taka þeir status quo fram yfir bandamenn sína. Sovétríkin eru þannig í sannkallaðri klípu sem er veridega hættuleg á vetnisöld. En Bandaríkin fara lieldur ekki varhluta af henni, því að þeim er jafnmikið hags- munamál og Sovétríkjunum að forðasl heimsstyrjöld og vetnisstríð. Þetta setur samt athafnafrelsi þeirra og ídeólógískri sókn ekki nærri því jafn þröngar skorður og frelsi Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn óttast miklu síður þann möguleika að að- gerðir einhvers skjólstæðings þeirra eða þeirra eigin hernaðaríhlutun kynni að leiða til beinna átaka milli stórveldarisanna. Fyrir utan Kúbudeiluna og stríðið í Víet- nam hefur ófriðurinn milli Araba og ísraels varpað enn einu sinni skæru Ijósi á þennan mismun. Má ekki augljóslega um þaS deila hvort ísraelsmenn hafa nokkurn tíma átt kost á aS stojna til eSlilegra eSa þó ekki væri nema til bœrilegra samskipta viS Araba- ríkin? Haja þeir nokkurn tíma átt ein- hverra kosta völ? AS hve miklu leyti var nýafstaSiS stríS ajsprengi langrar og óaft- urkallanlegrar atburSarásar? Að vissu leyti hefur núverandi ástand skapazt af allri þróun samskipta milli Ar- aba og Israelsmanna frá seinni heimsstyrj- öld og jafnvel allt frá hinni fyrri. Samt hygg ég að ísraelsmönnum hafi ekki verið allar leiðir lokaðar til eðlilegra samskipta. Vor vestræna, borgaralega „siðmenning“ er ól af sér nasismann sem skilgetið, og þó úrkynjað, afkvæmi, ber í einu og öllu á- byrgð á harmleik evrópskra Gyðinga, á Auschwitz, Majdanek og blóðbaðinu í ghettóunum. Eigi að síður voru Arabar látnir gjalda fyrir glæpina sem Vesturlönd drýgðu á Gyðingum. Þeir eru enn látnir gjalda þeirra, því að „hin sakbitna sam- vizka“ manna á Vesturlöndum er vitanlega hliðholl ísraelsmönnum og fjandsamleg Aröbum. Og hversu fúslega hefur ísrael ekki tekið við hinum falska „aflátseyri“ í mútum og gýligjöfum. Það mætti hugsa sér að skynsamleg sam- skipti hefðu tekizt með fsraelsmönnum og Aröbum, ef hinir fyrmefndu hefðu sýnt áhuga á að stofna til þeirra. En það gerðu þeir aldrei. ísrael tók jafnvel aldrei til greina umkvörtunarefni Araba. Síonista- hreyfingin vann að því frá upphafi að stofna hreinræktað gyðingaríki og vílaði ekki fyrir sér að bola arabískum íbúum landsins burt. Þess eru engin dæmi að ísraelsk ríkisstjóm hafi nokkru sinni leitað alvarlega færis á að kippa stoðum undan umkvörtunarefnunum eða draga úr þeim. Hún neitaði meira að segja að taka til yfir- vegunar örlög alls flóttamannafjöldans nema því aðeins að Arabaríkin viður- kenndu fyrst ísrael, þ. e. nema því aðeins að Arabar gæfust upp pólitískt áður en samningar hæfust. Ef til vill mætti enn finna afsökun fyrir þessu og kalla þetta refskák. Það sem spillti endanlega fyrir samskiptum Araba og ísraelsmanna var Súezstríðið, þegar ísrael kom blygðunar- laust fram sem framvörður hinna gömlu, gjaldþrota heimsvaldasinna í Evrópu sem gerðu úrslitatilraun til að halda síðasta • 202
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.