Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Qupperneq 109
Erlend tímarit eameiginlega vígi sínu í Austurlöndtim nær, Egyptalandi. Ekkert neyddi ísraels- menn til að snúast á sveif með hluthöfum Súezskurðarfélagsins. Astæðurnar með og á móti lágu í augum uppi; það var óhugs- andi að kenna báðum aðilum um og eigna hvorum sinn skammtinn af réttlætinu og ranglætinu. ísraelsmenn gengu ranglætinu á hönd með húð og hári, bæði í siðferði- legu og pólitísku tilliti. Á yfirborðinu eru átökin milli Araba og Israelsmanna ekki annað en samsláttur tveggja stríðandi þjóðernisstefna sem hrær- ast hvor um sig innan vítahrings þótta- fullrar sjálfsréttlætingar. Frá sjónarhóli sértækrar alþjóðahyggju væri ekkert auð- veldara en að vísa báðum á bug sem jafn fáfengilegum og afturhaldssömum. En með slíku viðhorfi væru allar félagslegar og pólitískar aðstæður virtar að vettugi. Það er óheimilt að leggja þjóðernisstefnu fólks í hálfnýlendum eða nvlendum sem berst fyrir frelsi sínu, að jöfnu siðferðilega og pólitískt við þjóðernisstefnu sigurvegara og kúgara. Hin fyrri á sér sögulega réttlæt- ingu og felur í sér framfaraafl sem hin síð- arnefnda hefur ekki til að bera. Það er greinilegt að þjóðernisstefna Araba til- heyrir ennþá fyrri flokknum, en sama verð- ur ekki sagt um ísrael. Þjóðemisstefna hinna arðrændu og kúg- uðu er samt ekki hafin yfir gagnrýni, því að á ferli hennar eru tvö mismunandi ævi- skeið. Á fyrra skeiði hefur framfaraviljinn yfirhöndina, á hinu síðara koma afturhalds- hneigðir upp á yfirborðið. Þegar sjálfstæð- ið er orðið að veruleika eða því sem næst hefur þjóðernisstefnan hneigð til að skilj- ast frá byltingarinntaki sínu og breytast í afturhaidssama hugmyndafræði. Þetta hef- ur gerzt í Indlandi, Indónesíu, Israel og jafnvel að vissu marki í Kína. Sérhver þjóðernisstefna hefur meira að segja á byltingarskeiði sínu snefil af óræði (irra- tionality), hneigð til einsýni og útilokunar, þjóðemislegrar sjálfhverfu og kynþátta- ofstækis. Þrátt fyrir sögulega verðleika sína og framfarahlutverk inniheldur ara- bísk þjóðemisstefna einnig slíka þætti. Ófriðurinn í júní sýndi fram á ýmsa snögga bletti í stjómmálakenningum og -athöfnum Araba: skort á pólitískri stjóm- list; hneigð til geðrænnar sjálfselsku; og óhóflegt traust á þjóðernis-lýðskrumi. Til þessara veikleikjamerkja má rekja ýmsar meginorsakirnar fyrir ósigri Araba ... Það er alkunna að stríð er tæki til að fleyta stjórnarstefnunni áfram. Sex daga stríðið hefur opnað augu manna fyrir því hve núverandi stjómarkerfi Araba er til- tölulega vanþroskað. Israelsmenn eiga ekki eingöngu sigur sinn að þakka því að þeir urðu fyrri til, heldur einnig því að þeir búa við nýtízkulegri efnahags-, stjórnmála- og hernaðarskipan. Stríðið var að vissu leyti prófsteinn á þjóðfélagsframfarir sem náðst hafa í ríkjum Araba á þeim áratug sem liðinn er frá Súezstríðinu, og það hefur sannað áþreifanlega hversu ófull- nægjandi þær eru. Samfélagsgerðum í Egyptalandi og öðrum Arabaríkjum og stjórnmálahugmyndum þeirra hefur þokað miklu hægar fram á við en fólk sem hættir til að gylla fyrir sér arabískt stjórnarkerfi, hefur gert sér í hugarlund. Vitanlega á hin landlæga vanþróun ræt- ur að rekja til félagslegra og efnahagslegra skilyrða. En hugmyndafræðin og stjómar- farsaðferðimar eiga einnig nokkra sök á henni. Ég á hér við einsflokkskerfið, dýrk- un nasserismans og bann við frjálsum um- ræðum. Allt hefur þetta staðið stjórnmála- þroska almennings og sósíalísku upplýs- ingastarfi fyrir þrifum. Neikvæðar afleið- ingar þessa hafa gert vart við sig á ýmsum sviðum. Þegar allar meiri háttar stjórn- málaákvarðanir eru teknar af einvöldum foringja, þá tekur almenningur að öllu 203
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.