Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Side 113
orðum að hægra armi Síonista„lobbísins“ i Verkamannaflokknum. En jafnvel í þeim armi sem stendur lengst til vinstri í flokkn- um hegðuðu menn sér þannig að engu var líkara en á þeim sannaðist það sem sagt hefur verið: „Scratch a Jewish lejt-winger and you find only a Zionist“, „Sé flett ofan af vinstrisinnuðum Gyðingi kemur aðeins Síonisti í ljós“. En hugsanaruglingurinn náði jafnvel enn lengra til vinstri og hlífði ekki mönnum sem hafa ólíkt flekklausari skjöld í bar- áttunni gegn imperíalismanum. Franskur rithöfundur sem er kunnur fyrir að hafa harizt með hugprýði gegn stríðinu í Alsír og Víetnam hvatti menn að þessu sinni til samhygðar með Israel og lýsti því yfir að ef ísrael fengi ekki haldið velli án íhlut- unar Bandaríkjanna, þá væri hann henni meðmæltur og myndi jafnvel hrópa: „Vive le Président Johnson“, „Lengi lifi Johnson forseti“. Flökraði ekki að honum hve ó- samkvæmt er að hrópa „Niður með John- son“ í Víelnam og „Ilann lengi )ifi“ í ísrael? Jean-Paul Sartre hvatti cinnig, með nokkrum fyrirvara þó, til samstöðu með ísrael, en talaði síðan opinskátt um ringulreiðina í huga sínum og ástæðurnar fyrir henni. Við komumst samt ekki hjá því að beita skynseminni og megum ekki láta hana for- myrkvast af geðshræringum og minningum, hversu fast sem þær kunna að sækja að okkur. Við verðum meira að segja að forð- ast að láta minninguna um Auschwitz þröngva okkur til að styðja rangan mál- stað. Ég tala hér sem marxisti af gyðinga- ættum sem missti nánustu ættingja sína í Auschwitz og á skyldmenni sem búa í ísrael. Það er sannkallaður bjarnargreiði við Israelsmenn og skaðsamlegt framtíðar- hagsmunum þeirra að réttlæta eða afsaka stríð þeirra gegn Aröbum. Ég vil ítreka það að stríðin 1956 og 1967 hafa ekki eflt Erlend tímarit öryggi ísraels, heldur grafið undan því og stefnt því í voða. „ísraelsvinirnir“ hafa satt að segja leitt ísrael inn á refilstigu ... Evrópskir Gyðingar guldu hræðilegu verði það hlutverk sem þeir hafa gegnt, eða sem þeim var öllu heldur gert að gegna, sem fulltrúum markaðshagkerfis, „peninga", meðal þjóða sem bjuggu við náttúrulegt, peningalaust landbúnaðarhag- kerfi. Þeir voru auðkennilegir forboðar kapítalismans, kaupmenn og víxlarar í for- kapítalísku þjóðfélagi. Eftir því sem nú- tíma kapítalisma fleygði fram, varð hlutur þeirra æ minni, enda þótt mjög væri til hans tekið. Þorri Gyðinga í A-Evrópu voru fátækir handverksmenn, smáhöndlarar, ör- eigar að hálfu eða öllu leyti og ótíndir ölmusumenn. En ímynd ríka gyðingakaup- mannsins og okrarans (sem var jafnframt afkomandi þeirra sem krossfestu Krist) lifði áfram í heiðnum munnmælasögum og hélzt greypt í huga almennings og vakti honum tortryggni og ótta. Nasistar gripu þessa íniynd, mögnuðu hana upp f risa- stærð og veifuðu hcnni sí og æ frammi fyr- ir augliti fjöldans. August Bebel sagði eitt sinn að gyðinga- hatrið væri „sósíalismi heimskingjanna". Það var síður en svo skortur á slíkum „sósíalisma", og alltof lítið af sönnum sósíalisma á tíma heimskreppunnar miklu. Evrópsk verkalýðsstétt var þess ekki um- komin að kollvarpa hinni borgaralegu skip- an. En hatrið á kapítalismanum var nógu hrennandi og víðtækt til þess að það brytist fram og fyndi sér skotspón. Meðal lægri miðstétta, gjaldþrota borgara og lumpen- proletariats blandaðist innibyrgt hatur á kapítalismanum saman við kommúnista- hræðsluna og taugaveiklunarkennt útlend- ingahatur. Þetta hugarfar nærðist á mol- um sögulegs veruleika sem var í upplausn og nasistar notfærðu sér til hins ýtrasta. Skýringin á því að gyðingaagn nasisla varð 207
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.