Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Qupperneq 10
Tímarit Máls og menningar Austur-Skaítfellingar hafa lært það í margra alda lífsstríði hvers virði sú lífsvenja er að tefla ekki á tvær hættur. Þeir hafa haft svo mikið af hætt- um að segja, að blóð þeirra er fullkomlega mettað þeirri spennu, svo að þá langar ekki í meira! Að dómi Skaftfellinga eiga hættur ekki að vera neinn heimilisiðnaður, þær eru válegar sendingar, sem maður á að yfirbuga. Og skaftfellsku hætturnar hafa ekki verið yfirbugaðar með óðagoti og fífl- dirfsku, heldur með því að kunna fótum sínum forráð í hverju spori, hafa augun opin fyrir hverju fyrirbæri, smáu og stóru, er við sögu getur komið og úrslitum valdið, hvort sem það er straumlag í fljóti eða ris á boða eða kólgubakki yfir jöklum. Sagt er, að skaftfellsku póstunum hafi ekki verið tamt í munni að segja SkeiSará ófæra, en hitt lögðu þeir vandlega niður fyrir sér, hvar hún myndi bezt, og það eins, þótt hún væri víðar góð. 6. ViS skulum enn nema staðar við þá staðreynd, að nýbyggjarnir á Höfn komu þangað ekki meS slitnar rætur. Þótt nú væri við ný viðfangsefni að etja og að flestu ný viðhorf fyrir tímanna rás, þá leggja þeir mat sitt á hlutina eftir sömu meginreglum og áður og stjórnast af sömu siðakenndum við úrlausnir vandamálanna. Erfiðleikar Skaftfellinga kynslóð fram af kyn- slóð hafa verið þess háttar, að þeim reyndist auðvelt að nema þann lærdóm, að sameinaðir stóðu þeir og aðeins sameinaðir. Á mínum uppvaxtarárum á Mýrunum byggði þar enginn maður baðstofu, jafnvel ekki meiri háttar útihús svo að ekki kæmu á vettvang svo margir sveitunganna sem aS gátu komizt við að hlaða veggi, telgja til grind og negla saman, reisa og refta og klæða torfi. Nú eru komnir nýir tímar fagmanna og nýrra byggingarefna. En Mýramenn halda enn uppteknum hætti. Sá sem ræðst í að koma sér upp þaki yfir höfuðið, hann heldur enn þeim hætti að gera það að tómstunda- gamni fyrir sveitunga sína. Tveir eða þrír þeir lagtækustu hjálpa honum við að slá upp mótum í tómstundum sínum. Að því búnu eru boð látin út ganga, og eitthvert kvöldið eða um einhverja helgina er hrærivél komin á vettvang og eins margir nágrannanna og að verkinu komast og ekki við skilið, fyrr en frá er horfið fullum mótum. Þá fer hver til síns heima, hressir og endurnærðir með vel unnið verk á samvizkunni og bíða eftir næsta kalli, þegar mót eru komin upp fyrir næsta áfanga. AuSvitaS ganga húsbyggingar á Höfn ekki nákvæmlega svona fyrir sig. En andi umhverfisins er hinn sami, og við getum litið á byggingarhætti 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.