Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 14
Tímarit Máls og mcnningar var hverfandi, svo að' langmestur hluti þjóðarinnar bjó um miðja öldina í sveitum, um 58 þúsund manns. Forsendan fyrir fjölguninni og heldur bættum hag, var aukinn sjávar- útvegur, hælkkað verð á afurðum og meira frjálsræði í verzlun, einkum eftir tilskipunina um verzlunarmál 1816, þar sem kaupmönnum héðan var leyft að verzla beint við erlend ríki. Fáeinir útgerðarmenn og kaupmenn höfðu bolmagn til þess að notfæra sér þessa rýmkun. Því fór fjarri að landsmönnum geðjaðist sérstaklega vel að þessum breyt- ingum. Það hafði löngum verið unnið gegn þorpa- og bæjamyndunum hér- lendis, helztu andstæðingar voru jarðeigendur, sem töldu að vinnufólksekla myndi þegar gera vart við sig, ef bæir mynduðust. Þetta viðhorf kemur glöggt í ljós hjá Espólín í Árbókunum, þegar hann er að lýsa Reykjavík um aldamótin 1800, „bæjarmenn voru flestir kramarar ...“ Lýsing höfunda á menningarástandinu í bænum var ekki sérlega glæsileg og kenndi þar þeirrar rótgrónu andúðar, sem virtist fest með þjóðinni á „krömurum“ og bæjalýð. Verbúðalífið undir Jökli og víðar varð heldur ekki til þess að ýta undir aðdáun á bæjalífi. Skoðun manna á 'hinni tilvonandi höfuðborg kom gleggst í ljós, þegar talið var hentast að flytja latínuskólann til Bessastaða vegna óhollra áhrifa hæjarbúa á skólapilta. Þótt fátækt, menningarleysi og hrossákjötsát væri hlutskipti velflestra þeirra, sem byggðu Seltj arnarnes, Álftanes, Vík og Hafnarfjörð, þá mátti finna þar dugnaðar útvegsbændur og kaupmenn af íslenzku bergi brotna, meðal þeirra var Bjarni riddari Sig- urðsson, sem hóf fyrstur þilskipaútgerð og kaupskap eftir afnám einokunarinn- ar. Hann er gott dæmi um fyrsta vaxtarbrodd íslenzkrar borgarastéttar, en slíkir voru ekki margir. Hins vegar má telja Grím Ólafsson borgara í Reykja- vík fyrsta íslenzka tötraborgarann, hann var braskari og glæpamaður í einni persónu. Grímur þessi var laginn þjófur og notfærði sér drjúgt fákunnáttu og ein- feldni almennings, fékkst um tíma við prang ýmiskonar, þar til hann var handtekinn fyrir tilraun til þess að kæfa tengdaforeldra sína í gróðaskyni. Þótt helztu embættismenn þjóðarinnar byggðu þetta svæði, þá skorti mikið á að hér væri nægar forsendur til svipaðra menningarmiðstöðva og verið höfðu á biskupsstólunum áður fyrr. Þar var forsendan menningararf- ur og rekstrarform miðalda miðað við miðaldagerð staðnaðs þjóðfé- lags. Nú var gerð samfélagsins að breytast, þótt hægt færi, í átt til kapítal- ísks rekstrarforms, hin fornu tengsl manns við mann, gagnkvæmar skyldur landsdrottins og leiguliða og venjubundið samfélagslíf tekur að raskast. 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.