Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Page 16
Tímarit Máls og menningar kenningar Fjölnismanna nokkru áður en Jón Sigurðsson tók að gefa út Ný Félagsrit. Þegar í upphafi 19. aldar var Kaupmannahöfn orðin höfuðmenningar- miðstöð íslendinga og var það allt til andláts Jóns Sigurðssonar 1879. Vaxt- arbroddur íslenzkra bókmennta var í Kaupmannahöfn. Bókmenntafélagið starfaði þar og þar var háð pólitísk barátta fyrir auknu sjálfræði þjóðar- innar. Verzlunin var mjög bundin þeirri borg og þar var æðsta stjórn lands- ins. Talið er að Bjarni Thorarensen hafi 'hlýtt á fyrirlestra Henriks Steffens, sem hann hóf að flytja í Kaupmannahöfn 1802. Þessir fyrirlestrar eru taldir hafa orkað því, að hefja nýja hókmenntastefnu til vegs í Danmörku og móta mjög skáldferil Bjarna Thorarensens og þeirra manna, sem dáðu kveðskap hans. Stefnan nefndist rómantík og var afsprengi Rousseaus, frönsku byltingar- innar og andúðarinnar á niðurkerfaðri heimsmynd skynsemisstefnunnar og klassisismans, aukin sjálfsvitund og nýr skynjunarmáti og tj áningarmáti stefnunnar var andstæða við skynsemisstefnuna. Stefnan berst frá Þýzka- landi til Danmerkur og 'hinn þýzki angi hennar bar í sér áhuga þýzkra skálda og heimspekinga á því, að brjótast undan hinni klassísku frönsku hefð, sem hafði orðið til þess, að stemma stigu við þróun þýzkra bókmennta. Þýzkt ritmál efldist á sínum tíma af trúarlegum ástæðum, þ. e. á siðskiptatímunum, en veraldlegar bókmenntir vioru stældar að frönskum hætti. Þessu fylgdi því aukinn áhugi á þýzkri tungu og Napóleonsstyrjaldirnar urðu til þess að auka kennd fyrir því sem þýzkt var. Af þessu leiddi á'huga á öllum sérkenn- um hverrar þjóðar og þar var fyrst að telja tunguna og glæsta fortíð. „Far- sældarímyndanir“ um fornöldina voru ekki fjarri Islendingum um þetta leyti, en þær ímyndanir voru sprottnar af þeirri skoðun miðaldamannsins, að gullöldin væri liðin og fyrri tíðar menn hefðu verið nútímanmn fremri um flesta hluti. Upplýsingarstefnan taldi að samfélög manna þróuðust að skynsamlegu markmiði og nútíminn væri fortíðinni betri, nytsemin og skyn- semin ættu að móta lífsviðhorf og mat manna, en ekki þokukenndar fabúlur fortíðar. Þessi stefna var skiljanlegri íslenzku samfélagi á fyrri hluta 19. aldar, heldur en rómantískir draumórar. Rómantísku stefnunnar tekur ekki að gæta verulega í skáldskap fyrr en eftir 1830 meðal íslendinga í Kaup- mannahöfn, stefnan frjóvgaði skáldskap Bjarna Thorarensens, en íslenzk skáldskaparhefð varð þar rómantíkinni ofjarl. í íslenzku samfélagi var engin forsenda til hreirmar rómantískrar bókmennlastefnu, fátækt bændaþjóðfélag 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.