Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Síða 19
Miðöld og nútími í íslenzku samfélagi menntafélagsins mörkuðu stefnuna í þeirri baráttu auk þess sem sjálfræðis- baráttan hlaut að beinast að málvöndun öðrum þræði. Hér gætti áhrifa frá rómantík og enn frekar í þjóðsagnasöfnun, sem hófst hérlendis fyrir áhrif Maures, henni fylgdi þjóðvísnasöfnun og stofnun Fiorngripasafns síðar á öldinni, en það mátti ekki seinna vera, því fyrr var tekiö að örla á hirðu- leysi um fornar minjar, og gætti þar áhrif upplýsingar og skynsemisstefn- unnar, sem setti notagildið öllu ofar. Áhrif rómantísku stefnunnar hérlendis urðu hvati í sjálfræðisbaráttunni, efldu þjóðernisvitund með baráttu málvöndunarmanna og víkkuðu tjáningar- form skáldskaparins. Þegar þessara áhrifa tók að gæta verulega í íslenzku samfélagi nálægt aldamótum, var sjálfsmeðvitund þjóðarinnar meiri en áður hafði veriö. Um miðja 19. öld voru áhrif iðnbyltingarinnar orðin áþreifanleg í aukn- um viðskiptum ríkja á milli, meiri framleiðslu og ódýrari varningi, jafn- framt þessu bötnuðu samgöngur og ör vöxtur borga opnaði nýja markaði. Þessi framvinda hafði þau áhrif að frjálslynd verzlunarstefna varð ríkjandi víða um lönd og ein afleiðingin var sú, að verzlunarrekstur hérlendis var ekki lengur bundinn við þegna Danakonungs. Skömmu áður hafði mikið fjör færzt í þilskipaútgerð frá Vestfjörðum og um miðja öldina hefjast hákarlaveiðar á þilskipum fyrir Norðurlandi. Þær höfðu reyndar verið stundaðar frá því á síðari hluta 18. aldar á opnum bátum, en með þilskipa- útgerðinni við Eyjafjörð og víöar eykst aflinn og verðið hækkar. Sama sagan gerist um miðja öldina á Vestfjörðum. Sú fjármagnsmyndun, sem af þessu leiddi var notuð til þess að auka útveginn og stóð einnig undir sam- tökum bænda um stofnun verzlunarfélags, Gránufélagsins, en með þeim sam- tökum var vegurinn ruddur fyrir frekari verzlunarsamtök síðar á öldinni. Sá félagsandi, sem birtist í samtökum bænda náði einnig til pólitískrar baráttu þessara tíma, forustumenn verzlunarmála í Þingeyjarsýslu studdu baráttu Jóns Sigurðssionar og eftir hans dag tók sýslumaður Þingeyinga for- ustu í þeirri baráttu, Benedikt Sveinsson. Tryggvi Gunnarsson stjórnaði Gránufélaginu og gerði það að verzlunarstórveldi á Norður- og Austurlandi inn nokkurra ára skeið, þar til óáran og hallæri áranna 1880—90 lömuðu starfsemi þess. Samtök Þingeyinga um ýmiskonar málefni sem til framfara og menningar horfðu, höfðu sömu forsendur og samskonar samtök við BreiöafjörS og á Vestfjörðum nokkru fyrr: nokkurn vísi að fjármagns- myndun og aukna úrkosti í sjávarútvegi. Lík þróun varð við Faxaflóa, og síðar gerist svipað í landbúnaði, með sölu sauða og hrossa til Englands Stmm 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.