Tímarit Máls og menningar - 01.10.1970, Side 25
/ Gömlu Reykjavík
urinn í Reykjavík. Nú ætla ég að fara niður að brunarústunum þar sem
Hótel Reykjavík stóð, þar sézt hér um bil a'Uur Rúnturinn.
I>ví miður hef ég ekki tíma, það hafa svo fáir, til að presentéra fyrir ykkur
alla þá sem hér spranga um stræti, en hérna gefur að líta alla máttarstólpa
þjóðfélagsins á einu hretti, spekúlanta, kontórista, reiðara, kapilána, rit-
stjóra, stefnuvotta, skáld og haróna. Ráðlierrar og þingmenn voru inni í
Alþingishúsi.
Annað fólk, ég meina svona venjulegar dauðlegar manneskjur sáust ckki
hér, um þetta leyti dags. Það var að vinna!
Það lét svona í gamla daga.
En skrýtið þykir mér að sjá engan af Miðbæjarstrákunum. Ekki eru þeir
að vinna! fari kolað.
Lengi er von á einum. Þarna kemur einhver rekabútur út úr Landsstjörn-
unni, er það ekki hann Holli Thór sem er svo agalega fínn á skautum.
Gunnar bróðir er ábyggilega inni að læra. Hann er aldrei úti á galeiðunni,
hann Gunnar bróðir.
Hvaða segl ... fyrirgefið hefðarfrú kemur þarna út frá henni frú Leví.
Ég sé ekki almennilega framan í hana fyrir slörinu.
Núú! það er hún silkilöpp, ég man ekki nafnið í svipinn, hún var fegurðar-
drottning á Skipaskaga 1885. Haldið hann sé sjáandi, hatturinn sem hún
hefur verið að kaupa sér, alveg sama sort og hennar frú Hansen í Hafnar-
firði. Þarna tekur hún strikið, yfir til Rikku Finsen, að kaupa sér hanzka.
Það var nú einhver munur að verzla i gamla daga þegar allt var skrifað,
vixlalaust. Nú mega þær kría peninga út úr eiginmönnunum fyrir hverju
smáræði, já, toga þá með töngum, sumar.
Þarna kernur dama fyrir hornið á Nat'hansólsenshúsi, sú er nú léttfætt
og kvikk.
Nú það er hún Gunna Nikk! hvað hún er alltaf pipur og sæt, hún Gunna.
Hún er hezta búðarstúlkan í allri Reykjavík, og þó víðar væri leitað.
Það held ég, þær yrðu laglega fonnemaðar ef þær heyrðu þetta, hún
Gunna hjá Jacobsen, og hún Gunna í Vöruhúsinu, og hún Gunna í Smjör-
húsinu, og hún Gunna í Sápuhúsinu, og hún Gunna hjá Birni Kristjánssyni,
og hún frú Guðrún Jónassion í Gotteríisbúðinni, og hún Gunka í Tjarnar-
götunni, og hún „Gönna sáluga frænka“.
Jæja, hvað kernur hér, kirkjugarðurinn, hvar er jarðarförin! hún hefur
týnzt.
En Suðurgatan.
119